fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Matur

Páskalambið ómissandi hjá landsliðskokknum

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 4. apríl 2023 09:57

Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur og matreiðslumeistari segir páskalambið vera ómissandi á hátíðarborðinu um páskana og býður hér lesendum upp á tvær girnilegar uppskriftir þar sem lambið er í forgrunni. DV/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslumeistarinn og landsliðsmaðurinn í matreiðslu Ísak Aron Jóhannsson nýtur þess að elda góðan mat og fá sér rautt með á páskunum. Hann heldur stíft í matarhefðir á páskunum og þar er lambið í aðalhlutverkið auk þess sem hann segir að það sé ómissandi að fá sér páskaegg númer 7 frá Nóa og Sírusi. Það er aldrei lognmolla hjá Ísak þegar kemur að matreiðslunni en í síðustu viku tók hann þátt keppninni um titilinn Kokkur ársins svo páskarnir verða eflaust kærkomið frí eftir annirnar.

Ísak kemur frá Suðureyri við Súgandarfjörð á Vestfjörðum og hefur nú starfað í veitingabransanum í 8 ár. Hann starfar sjálfstætt í allskonar verkefnum núna en aðallega í „prívat dining“ þar sem hann eldar fyrir litla hópa persónulega en þar eru verkefnin fjölbreytt og stórkostleg. Ísak er duglegur að koma sér á framfæri og notar Instagram síðuna sína til að sýna fylgjendum sínum hvað hann er að bralla.

Keppir á Ólympíuleikunum í febrúar 2024 með kokkalandsliðinu

Meðal þess þá keppir Ísak í matreiðslu með kokkalandsliðinu en næsta mót þeirra eru Ólympíuleikarnir í febrúar 2024. „Ég sérhæfi mig í forréttunum fyrir landsliðið en á seinasta móti þá keppti liðið með landeldislax og sló það í gegn hjá dómurum,“ segir Ísak. Hann keppir ekki bara með liðinu en hann lenti í 1. sæti í Eftirrétt ársins sem er haldinn árlega og Ísak tók einnig þátt í keppninni um titilinn Kokkur ársins sem haldin var í IKEA á dögunum. „Þetta var einstaklega hörð keppni í ár og virkilega gaman að taka þátt,“ segir Ísak en nokkrir landsliðskokkar tóku þátt og bar liðsstjóri íslenska kokkalandsliðsins sigur úr býtum að þessu sinni, Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari, sem nú ber titilinn Kokkur ársins 2023.

Nú styttist óðum í páskana og það má með sanni segja að þeim fylgi matarhátíð sem og súkkulaði hátíð. Páskarnir eru í miklu uppáhaldi hjá Ísak en hann segir að páskarnir séu tilvaldir til að slaka á með fjölskyldunni og „reseta“ sig fyrir sumarið og allt sem fylgir því. „Ég er ekki mikill skíðakall eins og svo margir en nýt frísins með því að fara út í náttúruna í göngutúr eða elda heima með gott rauðvín og eitthvað til að glápa á. Að kíkja vestur er líka eitthvað sem ég reyni að gera um páskana þótt að það sé ekki alltaf hægt en að far í kyrrðina á Suðureyri og að ná að slaka almennilega á er ómetanlegt, tíminn líður einfaldlega hægar fyrir vestan.“

Tvennar matreiðsluaðferðir á lambi
Páskalambið og nr. 7 eggið frá Nóa Siríus er alltaf til staðar hjá Ísaki en hann er ekki mikið að breyta venjum þar. „Á páskunum vil ég ekki vera að rugla mikið í matnum, jólin eru fyrir það. Ég og mínir viljum einfaldlega borða lamb, drekka fínt rautt, taka því rólega og eftirrétturinn er auðvitað páskaeggið sjálft.“

Ísak deilir hér með lesendum uppskrift á skemmtilegum aðalrétti þar sem lambið er tvennt, fille og skankar. „En þar höfum við tvo gjörólíka vöðva, það er stórkostlegt að bjóða upp á tvennar matreiðsluaðferðir og gerir matarupplifunina enn skemmtilegri. Með þessu býð ég upp á steikt smælki með chimmichurri og ostinum Feyki og til að toppa það er það borið fram með rauðvínsgljáa sem fæst til dæmis í Sælkerabúðinni.“

Lambafille og lambaskankar með íslensku garðablóðbergi, rauðvínssósu, steikt smælki með chimmichurri og Feyki

Steikt lambafille
Fyrir 8
4 vegleg lambafille
Íslenskt garðablóðberg
Olía
Salt
Smjör

Lambafille eru snyrt, skorið ferninga í fituna og saltað almennilega. Næst er hitað pönnu á hæstu stillingu og bitarnir lagðir á fituna ásamt dass af olíu. Eftir u.þ.b. 3 mínútur eða þar til fitan er gullinbrún þá er lambinu velt yfir á hina hliðina og góðri klípu af smjöri bætt við. Þegar smjörið er orðið brúnt og lyktar vel þá er lambinu ásamt nokkrum greinum af timian og smjörinu í pönnunni sett í eldfast mót og inn í ofn á 100°C. Kjöthitamæli er skellt í kjötið og er það fengið í 58°C og leyft að hvíla í 10 mínútur áður en það er skorið í tvennt.

„Brasseraðir“ lambaskankar
Fyrir 8
4 stk. frosnir lambaskankar
2 stk. laukur, skorinn gróft
3 hvítlauksrif, skorið fínt
5 stk. smáar gulrætur, skorið gróft
700 ml rauðvín
20 g garðablóðberg
3 msk. tómatpúrra
1 l nautasoð
Olía
Svartur pipar eftir smekk
Salt eftir smekk

Lambaskönkum eru velt upp úr olíu og salti og bakaðir í ofni á 190°C þar til gullinbrúnir, trikkið er að setja þá frosna inn svo þeir byrja ekki að eldast strax en á sama tíma færðu góða brúnun. Í steypujárnspotti er lauk, hvítlauk og gulrætur steikt með smá salti og olíu. Þegar grænmetið er orðið gullinbrúnt þá er rauðvíni bætt við og soðið um helming. Garðablóðbergi, tómatpúrri og nautasoð er bætt við og komið upp að suðu. Lambaskönkum er bætt við, lok sett á og inn í ofn á 140°C í 3 klukkustundir. Næst er skankarnir teknir úr soðinu og er það sigtað í pott. Soðið er soðið niður þar til það verður þykkt, skankar eru rifnir af beinunum og rifnir í sundur. Þegar soðið er orðið þykkt þá er því blandað við rifnu skankana og smakkað til með salti og pipar.

Njótið vel og gleðilega páska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.04.2023

Létt og frísk mangóterta páskatertan í ár

Létt og frísk mangóterta páskatertan í ár
Matur
02.04.2023

Sindri Guðbrandur kom, sá og sigraði keppnina um titilinn Kokkur ársins 2023

Sindri Guðbrandur kom, sá og sigraði keppnina um titilinn Kokkur ársins 2023
Matur
29.03.2023

Hótelbransinn aldrei verið stærri á Íslandi

Hótelbransinn aldrei verið stærri á Íslandi
Matur
29.03.2023

Bónusgrísinn trónir á toppi Bónuspáskaeggjanna í ár og fer í hlutverk safngrips

Bónusgrísinn trónir á toppi Bónuspáskaeggjanna í ár og fer í hlutverk safngrips
Matur
26.03.2023

Dásamlega ljúffengir lakkrískubbar sem eiga vel við fyrir súkkulaði hátíðina

Dásamlega ljúffengir lakkrískubbar sem eiga vel við fyrir súkkulaði hátíðina
HelgarmatseðillMatur
24.03.2023

Nína býður upp á djúsí og fjölskylduvænan helgarmatseðil sem steinliggur

Nína býður upp á djúsí og fjölskylduvænan helgarmatseðil sem steinliggur