fbpx
Þriðjudagur 21.mars 2023
Matur

Mikið verður um dýrðir á veitingastaðnum Moss í kvöld

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 18. febrúar 2023 10:29

Agnar Sverris­son yfir­mat­reiðslu­maður og mat­reiðslu­teymi Moss munu töfra fram sex árstíðarbundna rétti með vínpörun. DV/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins í gær verður mikið um dýrðir í dag, laugardag, á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu en þá mun Thibault Jacquet, yfirvínframleiðandi hinnar virtu vínekru, Domaine Bonneau du Martray í Côte de Beaune vínræktarhéraðinu í Búrgúnd í Frakklandi taka á móti gestum. Moss veitingastaður Retreat hótelsins í Bláa Lóninu og er þekktur fyrir metnaðarfullan matargerð og þjónustu. Thibault sem er þekktur á sínu sviði mun kynna vínpörun með sex árstíðabundnum réttum sem Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumaður og matreiðsluteymi Moss munu elda fyrir gesti. Hver réttur verður paraður á faglegan hátt við einstaka vínárganga en vínekran er þúsund ára gömul og er sú eina í Búrgúnd héraðinu sem framleiðir eingöngu vín frá Grand cru vínekrum. Í dag er vínekran í eigu Bandaríkjamannsins Stanley Kroenke, sem einnig á Screaming Eagle víngerðina í Napa-dal í Kaliforníu. Hér er um einstakan viðburð að ræða og háklassa vínpörun með matseðlinum.

Síðan Agnar tók við sem yfirmatreiðslumaður á Moss árið 2020 hafa margir þekktir Michelin-stjörnu kokkar og vínþjónar komið til landsins og unnið með honum á veitingastaðnum. Á síðasta ári komu Michelin-stjörnu kokkarnir Raymond Blanc yfirmatreiðslumeistari Le Manoir aux Quat’Saisons og Ollie Dabbous, yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins Hide í London.

„Við höldum áfram að fá til okkar þekkta matreiðslumeistara, vínframleiðendur og þjóna. Við leggjum mikinn metnað í að fá þessa meistara til landsins og við hlökkum mikið til að taka á móti Thibault Jacquet, framkvæmdastjóra Domaine Bonneau du Martray”, segir Agnar. „Thibault ætlar að fara með okkur í gegnum þá miklu sögu sem býr í vínekrunum sem hann stýrir og kynna fyrir okkur rauðvínin, Corton, og hvítvínin, Corton Charlemagne Grand Cru. Á viðburðinum verða nokkur ótrúlega mögnuð vín borin fram og það hefur verið sönn ánægja að setja saman einstakan sex rétta matseðil til að fá sem besta samspil matar og vínsins sem í boði er að þessu sinni frá vínekrunni.”

Agnar lærði hjá hinum fræga matreiðslumeistara Raymond Blanc á Le Manoir aux Quat’Saisons í Bretlandi. Hann stofnaði síðar veitingastaðinn Texture í London sem fékk Michelin-stjörnu árið 2010 og hélt henni í 10 ár þangað til hann lokaði staðnum og flutti aftur heim á ný.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Hin glæsilega matarhátíð Food & Fun hófst í gær og veislan heldur áfram

Hin glæsilega matarhátíð Food & Fun hófst í gær og veislan heldur áfram
Matur
Fyrir 2 vikum

Mikil spennan fyrir Food & Fun matarhátíðinni á Héðni Kitchen & Bar

Mikil spennan fyrir Food & Fun matarhátíðinni á Héðni Kitchen & Bar
Matur
Fyrir 3 vikum

Þessir sjúklega góðu vefjuvasar með kjúkling eiga eftir að gleðja

Þessir sjúklega góðu vefjuvasar með kjúkling eiga eftir að gleðja
Matur
Fyrir 3 vikum

Bænda-dögurður að hætti Maríu Gomez – Spælegg á foccaccia brauð með salati og kryddjurtum

Bænda-dögurður að hætti Maríu Gomez – Spælegg á foccaccia brauð með salati og kryddjurtum
HelgarmatseðillMatur
17.02.2023

Elenora býður upp á helgarmatseðilinn og þjófstartar bolludeginum

Elenora býður upp á helgarmatseðilinn og þjófstartar bolludeginum
FókusMatur
14.02.2023

Ég kolféll fyrir þessu veggfóðri

Ég kolféll fyrir þessu veggfóðri