Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi, grænmeti & sweet chili sósu.
Hráefni
- 400gr núðlur
- 2 stk hvítlauksrif
- 2 stk egg
- 4-5 stk gulrætur
- 1/2 stk blaðlaukur
- 1 stk paprika rauð
- 400-500gr kjúklingur skorinn
- 4-5 msk Sweet chili sósa
- 300-400gr spergilkál
Leiðbeiningar
Aðferð
- Núðlurnar eru soðnar í potti og hvítlaukur og chilli steikt á pönnu.
- Grænmetið skorið niður smátt.
- Grænmeti og eggjunum bætt við á pönnuna og allt vel steikt saman.
- Skerið kjúkling í bita og steikið á pönnu, kryddið að vild.
- Bætið núðlunum saman við á pönnuna og steikið þær með grænmetinu og eggjunum. Í lokin er kjúklingnum bætt saman við.
- Gott er að setja sweet chili sósu út í og soya sósu á meðan allt er að steikjast.
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.