Gaman er að geta þess að grauturinn á rætur sínar að rekja til danskrar matreiðslubókar frk. Jensens frá árinu 1901. Margir hafa haldið að grauturinn sé franskur, en svo er ekki. Aftur á móti er mandlan sem er í réttinum komin af franskri hefð. Í Frakklandi var sá siður að sá sem fékk möndluna í grautinn sinn fékk leyfi til að vera kóngur í einn dag og rétt til að stjórna þeim sem hann vildi. Í Danaveldi var sá háttur hafður á að sá sem hlaut möndluna mátti velja hvern hann vildi kyssa. Í dag er hefðin sú, alla vega hér á landi, að sá sem fær möndluna fær möndlugjöf, sem hægt er að njóta með restinni af fjölskyldunni á jólunum. Mikil eftirvænting ríkir gjarnan meðan beðið er eftir því að mandlan birtist í skál einhvers matargesta.

Í Bónus er hægt að fá grjónagrautinn tilbúinn með uppskrift á pakkanum af þessum vinsæla jólarétti. Allt hráefnið fæst í Bónus og hægt er að laga syndsamlega ljúffengan risalamande á örskammri stundu. Hér ljóstrum við upp einfaldri uppskrift sem fylgir á pakkanum og allir ráða við, og hægt er að töfra fram risalamande og bera fram á fallegan máta.

Risalamande

1 poki grjónagrautur frá Bónus

1 peli rjómi

60 g sykur

4 tsk. vanilludropar

100 hakkaðar möndlur eða flögur

Kirsjuberjasósa (hægt að kaupa sultuna og gera úr henni sósu með því að bæta við soðnu vatni).

Setjið kaldan grautinn í skál og hrærið sykri og vanilludropum saman við. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við grautinn. Setjið í fallegar skálar, hellið kirsuberjasósunni yfir, eftir smekk, og sáldrið möndlum yfir. Má bæði nota hakkaðar möndlur eða flögur, hvort tveggja er fallegt. Sumir vilja mikla kirsuberjasósu meðan aðrir vilja litla, svo hver og einn velur hversu mikið af sósunni er hellt yfir. Munið að fela eina möndlu í einni skálinni áður en skreytt er. Við byrjum ávallt að borða með augunum og svo munninum og því er vert að bera allan mat fallegan fram og skreyta.

Njótið aðventunnar og gleðileg jól.