Matvælastofnun varar við neyslu á S-marke Salt skum vegna aðskotahlutar (plastþráðar). Fyrirtækið Core heildsala hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.
Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu MAST á innköllunin eingöngu við vöru með best fyrir dagsetningu 13-10-2024.
Vöruheiti: S-marke Salt skum
Þyngd: 70g
Framleiðandi: Candy people, Svíþjóð
Innflytjandi: Core, Víkurhvarfi 1, Kóp
Best fyrir dagsetning: 13-10-2024
Batch no: 241013
Ástæða: Aðskotahlutur/plastþráður fannst í vörunni.
Dreifing: Bónus , Hagkaup, Krónan, Iceland, Krambúðin, Kvikk, 10-11, Extra24, Fjarðarkaup, N1, Olís, Melabúðin, Heimkaup.