fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
Matur

Undursamlegur pastaréttur sem er hinn fullkomni kósí matur

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 18. október 2022 12:03

Þessi dásamlegi pastaréttur steinliggur sem hinn fullkomni kósí matur sem þú átt eftir að elska. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið er skollið á með öllu sínu tilheyrandi fegurð og kulda og þá er gott að vera með kósí mat og láta sér líða vel inni í hlýjunni. Hér er á ferðinni uppskrift að undur dásamlegri Gnocchi böku sem við getum vel flokkað sem kósí mat af bestu gerð.

Berglind Hreiðars okkar ástsæli matarbloggari sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar var að prófa gnocchi í fyrsta skipti og segir að þetta pasta hafi komið henni verulega á óvart. „Ég verð að segja að ég var smá skeptísk á þetta í upphafi þar sem þetta er aðeins önnur áferð en á venjulegu pasta. Gnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa að breyta aðeins út af vananum með hefðbundið pasta,“ segir Berglind sem naust þess að snæða þennan rétt með sínu fólki.

Gnocchi baka

Fyrir 4-6

3 kjúklingabringur frá Rose Poultry

300 g frosið rósakál

200 g kastaníusveppir

3 hvítlauksrif

1 pakki DeCecco Gnocchi (500g)

350 ml rjómi

200 g Philadelpia rjómaostur

100 g rifinn Primadonna/Grettir ostur

Ólífuolía til steikingar

Sítrónusneiðar til skrauts

Smjör til steikingar

Salt, pipar, hvítlauksduft, kjúklingakrydd, cheyenne pipar

Byrjið á því að hita ofninn í 180°C. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt, langsum svo úr verði 6 einingar. Sjóðið rósakálið í 8 mínútur og hellið í sigti, leyfið vatninu að leka vel af. Steikið kjúklinginn upp úr olíu til að loka bringunum og brúna allar hliðar. Kryddið eftir smekk, leggið í eldfast mót. Sneiðið sveppina, bætið smjöri á pönnuna og steikið þá við meðalháan hita og kryddið eftir smekk þar til þeir fara að mýkjast. Setjið þá hvítlaukinn saman við síðustu mínútuna og bætið sveppunum næst í fatið með kjúklingnum. Bætið aftur smjöri og olíu á pönnuna og steikið næst rósakálið, kryddið eftir smekk og bætið því síðan við í eldfasta mótið. Sjóðið á gnocci á eftir rósakálinu (í 2 mínútur), sigtið vatnið af og bætið næst í eldfasta mótið. Næst má gera sósuna með því að hella rjómanum á pönnuna, rífa ostinn og bæta rjómaostinum saman við. Hrærið við meðalháan hita þar til jöfn sósa myndast og kryddið eftir smekk. Hellið sósunni yfir allt í fatinu, blandið létt saman, skreytið með sítrónusneiðum og setjið í ofninn í 25 mínútur. Gott er að hafa álpappír yfir fyrstu 15 mínúturnar og taka hann síðan af í lokin. Rífið meiri Primadonnu/Gretti ost yfir ef þess er óskað.

Allt hráefnið í þennan rétt fæst í Bónus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Svona er best að geyma egg

Svona er best að geyma egg
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenska jóla- matarhandverksdagatalið sem fullkomnar upplifun sælkerans

Íslenska jóla- matarhandverksdagatalið sem fullkomnar upplifun sælkerans