fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Syndsamlega ljúffengur uxahalapottréttur sem enginn stenst

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 17. janúar 2022 11:58

Hér er á ferðinni syndsamlegar ljúffengur uxahalapottréttur sem bráðnar í munni og þú átt eftir að elska brögðin./Myndir aðsendar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á köldum vetrardegi er ekkert betra en hægeldaður pottréttur sem bráðnar í munni í góðum félagsskap með fjölskyldunni. Gaman er að prófa ný hráefni og fara nýjar leiðir. Hér er á ferðinni ómótstæðilega ljúffengur Uxahalapottréttur sem enginn stenst. Pottrétturinn er hægeldaður og hann verður betri því meiri tíma sem honum er gefinn.

 

Uxahalapottréttur

Fyrir 6

1,5 kg Uxahali – bitar með beini

1-2 dl hveiti

½ tsk. túrmerik

1 tsk. arabísk kryddblanda – mixed

½ tsk. kóríander

¼ tsk. svört sítróna – krydd

Byrjið á því að setja hveitið í skál og blandið kryddunum saman við. Veldið síðan uxahala kjötbitunum upp úr hveitinu og raðið þeim á ofnplötu klædda bökunarpappír. Hitið ofninn í 220°C hita með grillstillingu og grillið bitana í um það bil 30 mínútur eða þangað til þeir brúnast. Á meðan uxahalabitarnir brúnast er best að byrja á sósunni.

Uxahalasósan

2 stk. stilkar sellerí, skorið í litla bita

3-4 stk. gulrætur, skornar í litla bita

1 stk. rautt chilli, saxað

3-4 stk. hvítlauksgeirar, saxaðir

2 stk .rauðlaukur, saxaðir

1 msk. arabísk kryddblanda – mixed

½ tsk svört sítróna – krydd – líka hægt að setja heila ofan í og stinga gat á hana áður.

1 tsk. kóríander

3 dósir saxaðir tómatar

3 dl nautasoð  (hægt að búa til nautasoð með því að taka 3 -4 bita af uxahalanum og sjóða niður sér).

1 glas hvítvín að eigin vali

salt eftir smekk

2 msk. ólífuolía

Byrjið á því að setja ólífuolíu í pott og hita. Næst er grænmetinu og kryddinu bætt út í og þau svituð (ekki brúnuð) í ólífuolíunni í um það bil 5 mínútur. Bætið næst við hvítvíninu í pottinn og leyfið suðunni að koma upp. Síðan þegar kjötið er orðið brúnað í ofninum er því komið fyrir ofan á grænmetinu og að lokum tómötum og soðinu hellt yfir. Leyfið þessu að malla á vægum hita í  eina til tvær klukkustundir. Því lengur því betri verður pottrétturinn og kjötið verður dúnmjúkt.

Fullkomið meðlæti með þessum uxahalapottrétt sem minnir á eðal franska pottrétt er heimalöguð ekta kartöflumús. Einnig er gott að vera með sæta kartöflumús. Fyrir þá sem vilja smá grænt með er upplagt bera fram ferskt og gott salat með til hliðar. Síðan er bara að njóta við kertaljós í góðum félagsskap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa