fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
Matur

Hvar fæst besti ísinn? Álitsgjafar DV segja sína skoðun – „Í lok síðustu meðgöngu borðaði ég marga tugi í röð á dag“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 20. nóvember 2021 17:00

Ís! Namminamminamm. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV heldur áfram að kanna bragðlauka landans. Við erum þegar búin að spyrja álitsgjafa hvar bestu frönsku kartöflurnar fást og voru þá skoðanir afar skiptar. Hamborgarabúllan fór hins vegar heim með sigurbikarinn þegar kom að því að velja besta borgarann.

Nú er komið að ísnum! Hér getið þið lesið allt um hver borðaði tugi af Sun Lolly þegar hún var ólétt, hver fékk nánast taugaáfall þegar hún hélt að Skúbbísinn fengist ekki lengur í Hafnarfirði og hver borðar stundum ís og ekkert nema ís í kvöldmat.  Síðan voru þónokkrir sem nefndu ísinn frá Huppu sem sem sinn uppáhalds.

Ingileif Friðriksdóttir

Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarpsstjarna og rithöfundur: „Besti ísinn er hjá Huppu! Og þá sérstaklega bragðarefurinn Bjössi sem er með karamelludýfu, hocky pulver og daim. Svo er Draumurinn líka algjör draumur. Það er svolítið hættulegt að vita til þess að ný ísbúð Huppu er að opna í næsta húsi við mig fljótlega. Ég mun líklega ekki borða neitt annað eftir það.“

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Þórdís Björk Þorfinnssdóttir, leik- og söngkona: „Huppa! Ég er mjög hrifinn af ísnum og ekki síður litlu bragðarefunum sem þau bjóða uppá. Hæfileg stærð og bara mjög gott concept hjá þeim.“

Karen Kjartansdóttir.

Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Athygli: „Ég hafði aldrei verið mikið fyrir ís, man meira segja eftir því að hafa gert díl við pabba sirka sjö ára í ísbíltúr með fjölskyldunni um að fá að pening frekar en ís í brauði, skemmtilega barnið sem ég var. En segja má að lífi mínu hafi verið umturnað snemma sumars þegar ég lét glepjast inn í ísbúðina Skúbb í Hafnarfirði eftir að hafa séð tilboð þar sem ég ætlaði að nýta fyrir fjölskylduna. Allt var svo fallegt og gæðalegt að ég bara varð að prófa og hamingjan sanna! Ísinn frá Skúbb var bara eitthvað æðra og dásamlegra en ég hafði áður prófað. Málin þróuðust þannig að ég fór svo oft á Skúbb í sumar að einhver gæti nefnt til sögunnar eina af dauðasyndunum sjö og sagt að þarna hefði græðgi ráðið för en ég kaus að líta svo á að hægt væri að líta á þetta sem sætari gerðina af skyri. Ég náði svo að stilla mig aðeins af þegar fór að kólna en mér liggur við að segja því miður því fyrir þessa álitsgjöf ákvað ég að fara og kanna hvort Skúbb væri ekki örugglega jafn dásamlegt og mig minnti en kom þá að lokuðum dyrum. Staðurinn búinn að loka og bara skilaboð um að einhver Frosti og co. ætli að opna þar nýja ísbúð innan skamms. Í skelfingu minni hringdi ég samt vitanlega beint í númer sem var gefið upp á síðu Skúbbs og skilst að þótt verslunin verði í öðrum búningi en var verði hægt að fá þar Skúbb-ís og ég sé svo velkomin í verslunina á Laugarásvegi ef æði rennur á mig. Þannig ég anda aðeins léttar en þyrfti mögulega að styrkja sjálfsagann í þessum efnum.“

Sævar Helgi Bragason.

Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur: Gaeta Gelata, ítalski ísinn í Kvosinni. Frábærar framandi bragðtegundir. Annars er ég veikur fyrir heimagerðum ís eins og maður fær í eftirrétt hjá fyrsta flokks veitingastöðum eins og Dill. Poppísinn sem ég geri sjálfur eftir eigin uppskrift er líka hrikalega góður.“

Birna Dröfn Jónasdóttir.

Birna Dröfn Jónasdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu:  Erfitt að segja það en Huppa er búin að toppa Vesturbæjarísinn að mínu mati. Bragðarefurinn er ástæðan. Fullkomin blanda af ís, lakkrís og súkkulaði! Svo eru skeiðarnar á Huppu líka geggjaðar.“

Kristín Tómasdóttir

Kristín Tómasdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur: „Mér finnst besti ísinn vera Sun lolly og ég get étið marga þannig í röð þegar ég byrja. Í lok síðustu meðgöngu borðaði ég marga tugi í röð á dag!! Mér finnst vínberja bestur og coke verstur! Þeir fást frostnir í stykkjatali í Sunnubúðinni.“

Rikki G. Mynd/Stefán Karlsson

Rikki G, útvarpsstjarna: „Besti ísinn er klárlega í ísgerðinni í Perlunni. Falinn fjársjóður sú ísbúð. Handþeyttir bragðarefir með allskonar skreytingum. Besti gamli ísinn í bænum. Geri mér reglulega ferð úr efri byggðum Kópavogs fyrir ísinn þeirra.“

Hödd Vilhjálmsdóttir.

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur: Kaffiísinn hjá Valdísi finnst mér agalega góður en heima fyrir er það vanillu Häägen-Dazs eða piparmyntuísinn frá Kjörís. Mér finnst ís alveg frábær og þegar ég er barnlaus à ég það til að fá mér ís í kvöldmat. Og skammast mín bara akkúrat ekkert fyrir það fæðuval.“

Gréta Karen. Mynd/Facebook

Gréta Karen Grétarsdóttir, söngkona: Sjaldan sem ég fæ mér ís því ég er alltaf að frjósa á Íslandi og skil ekki hvernig Íslendingar eru alltaf að borða Ís. En þegar ég fæ mér fer ég á Vesturbæjaís og fæ mér gamla ísinn. Ég elska hann. Fæ mér lakkrísdýfu og lakkrísbita og svo borða ég allt nammið og smá af ísnum áður en ég hendi honum.“

Katrín Edda. Mynd/Instagram

Katrín Edda, vélaverkfræðingur og áhrifavaldur: Uppáhaldsísinn minn er klárlega sveitaísinn í Ísbúð Huppu í einhverjum guðdómlegum bragðaref. Yfirleitt verður Draumurinn fyrir valinu og ég bæti oftast við kökudeigi því kökudeig gerir allt betra.“

 

Hvar eru bestu franskarnar í boði á Íslandi? – Álitsgjafar DV segja sína skoðun

Hvar fæst besti borgarinn? Álitsgjafar DV segja sína skoðun – Einn staður nýtur fádæma vinsælda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Svona eldar þú djúsí kalkúnabringu eða heilan kalkún – leyniráðið er einfalt

Svona eldar þú djúsí kalkúnabringu eða heilan kalkún – leyniráðið er einfalt
Matur
Fyrir 4 vikum

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu
Matur
20.12.2021

Lang bragðbesta og fallegasta jólabrauðtertan úr smiðju Sólrúnar

Lang bragðbesta og fallegasta jólabrauðtertan úr smiðju Sólrúnar
Matur
20.12.2021

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti
Matur
14.12.2021

Áhugamálið varð að aðalstarfi – Gefur út bók um bakstur með dóttur sinni

Áhugamálið varð að aðalstarfi – Gefur út bók um bakstur með dóttur sinni
Matur
12.12.2021

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn