fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hvar fæst besti borgarinn? Álitsgjafar DV segja sína skoðun – Einn staður nýtur fádæma vinsælda

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 30. október 2021 19:05

Hvar ætli þessi gómsæti borgari fáist? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu helgi spurði DV valinkunna álitsgjafa hvar væri hægt að fá bestu frönskurnar og voru vægast sagt skiptar skoðanir.

Nú er spurt hvar besti borgarinn er og án þess að ljóstra upp of miklu þá getum við sagt að einn staður sker sig verulega úr þegar kemur að vinsældum.

Hér nefna álitsgjafarnir annars hinar ýmsu gerðir borgara; jafnt veganborgara, sveitaborgara sem afskaplega hefðbundna borgara.

Einar Þorsteinsson. Skjáskot RUV

Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RUV: „Sveitaborgari afa Andor á Junkyard og svo Tilboð aldarinnar á Hamborgarabúllunni.“

Bergrún Íris Sævarsdóttir. Mynd: Valli

Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari: „BioBorgari býður upp á hinn fullkomna grillaða grænmetisborgara, algjört sælgæti fyrir bragðlaukana!“

Edda Falak. Mynd/Instagram

Edda Falak, Crossfit stjarna og hlaðvarpsstjórnandi: „Búllan – Ég myndi segja að Búllan væri best því þeir eru svo simple, eru ekkert að flækja þetta.“

Ragnar Freyr Ingvarsson

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu: „Smassborgarinn er einn sá ljúffengasti sem ég hef bragðað. Steikingin ljúffeng og bragðmikil og sósan einstaklega bragðgóð. Ástríðan skín í gegn!“

Gerður Huld. Mynd: aðsend

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush: „Mér finnst Búllan best hérna á Íslandi. Annars elska ég Five Guys þegar ég er erlendis.“

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Mynd/Stefán Karlsson

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International: „Búllan stendur alltaf fyrir sínu. Einfaldir borgarar, ekkert glimmer eða skraut. Þegar ég fæ mér hamborgara er Búllan oftast fyrir valinu. Ég má samt til með að nefna Smash og svo Yuzu. Ég satt að segja hef litla þolinmæði fyrir tilraunum til að gera hamborgara að einhverjum lúxus. Þetta er bara einfaldur matur og er bara fínn sem svo. Yuzu nær samt að gera þetta vel. Sérstaklega er vegan borgarinn þeirra góður.“

 

Siffi G, einn vinsælasti spéfugl íslenska Twitter-samfélagsins: „Ég vil meina að besti hamborgarinn sé bara sá hamborgari sem þú borðaðir þegar þú varst mjög svangur, en þar sem ég er value maður þá er mín besta hamborgaraminning þegar Metro var með ostborgara á minnir mig 199kr stykkið og maður gat farið og keypt sér fimm.“

Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu: „Vegan borgarinn á Dirty Burger – þessi sem er með laukhringjum. Bara djúsí vegan borgari sem myndi blekkja hörðustu kjötæturnar. Fyllandi með geggjaðri sósu. Ég fæ bara vatn í munninn að hugsa um hann.“

Jón Bjarni. Mynd/Nemendafélag Borgarholtsskóla

Jón Bjarni, skærasta ungstirni Twitter-samfélagsins á Íslandi: „Búllan. Er best og mun alltaf vera best, plús þau fara ekki í einhverjar öfgar þegar kemur að sósunum.“

 

ATHUGASEMD BLAÐAMANNS: Búllan og Hamborgarabúllan er sami staðurinn.

Hvar eru bestu franskarnar í boði á Íslandi? – Álitsgjafar DV segja sína skoðun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta