fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Ómótstæðilega ljúffengt humarpasta sem sælkerarnir elska

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir pastaaðdáendur elska að fá sér humarpasta þar sem íslenski humarinn er í aðalhlutverki. Humar og pasta er mjög gott kombó og er á ferðinni humarpastaréttur sem steinliggur. Í réttinn er notað ferskt tagliatelle pasta sem fæst til að mynda versluninni Bónus sem er fullkomið í þennan rétt, það er svo miklu betra að nota ferskt pasta, áferðin verður silkikenndari og brögðin njóta sín betur. Í réttinum er smá chilli sem toppar bragðið. Ekkert er betra en að fá sér ljúffengan pastarétt á dimmum vetrarkvöldum við kertaljós.

Humarpasta

2 pakkar af fersku tagliatelle pasta frá Pastella (fæst í Bónus, ljúffengt að nota ferskt pasta í þennan rétt og gerir hann að lostæti)

500 g skelflettur humar frá Norðanfiski (látið hann þiðna ef hann er frosinn)

5 hvítlauksrif söxuð eða tveir litlir hvítlaukar

1-2 sítrónu bátar fer eftir stærð

2-3 stk. ferskt rautt chilli, saxað

1 búnt af íslenskri steinselju, gróft söxuð

¼ búnt fersk basilika, saxa hluta og nýta nokkur heil blöð til að toppa réttinn.

½ l rjómi

Hvítur pipar

Olífuólíu til steikingar

Örlítið smjör til að steikja humarinn upp úr

Parmesan ostur til að bragðbæta og skreyta í lokin

Þeir sem vilja geta bragðbætt með hvítvíni

Byrjið á því að hita olífuolíu á pönnu meðal stórri pönnu. Þegar olían hefur hitnað steikja hvítlauk, chilli, og ¼ af steinseljubúntinu saxað, þar til það verður mjúkt.  Síðan er humarinn léttsteiktur upp úr þessari blöndu og kryddaður með örlitlum hvítum pipar.  Humarinn tekinn af pönnunni og settur í skál til hliðar en grænmetið skilið eftir á pönnunni. Rjómanum hellt út á pönnuna og suðan látin koma upp.  Þá er hitinn lækkaður og sósan látin malla í um það bil 10 mínútur, síðan hvítvíni bætt út í en má sleppa.  Ég er ekki alltaf með hvítvín og sósan er ljúffeng án þess líka. Kreistið einn sítónubát út í rjómasósuna.  Setjið vatn yfir fyrir pastað í pott og bíðið eftir að suða komi upp. Setjið pastað út í vatnið og sjóðið í um það bil 3 mínútur. Hellið vatninu af og setjið pastað síðan á diska eða í skálar sem þið ætlið að framreiða réttinn í.  Mjög gott að setja smá ólífuolíu yfir pastað.

Bætið humrinum út í rjómasósuna, en skilið eftir nokkrar hala til setja ofan réttinni í lokin, á meðan pasta sýður og látið malla í um það bil 2-3 mínútur.

Síðan er humarpastasósunni dreift yfir pastaði á diskunum eða í skálunum með ausu eða skeið á fallegan hátt. Skreytt og bragðbætt með humahölum, rifnum parmesanosti og ferskri steinselju og basiliku.

Mjög gott að bera fram með heitu naan brauði með smjöri, grófu himalaya salti og oreganó og/eða súrdeigssnittubrauðið og þeyttu smjöri ásamt grófu himalaya salti eða saltflögum. Njótið vel.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa