fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Matur

Daníel Ólíver hefur lært þetta eftir tæp tvö ár á ketó

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. apríl 2020 12:30

Daníel Óliver.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn og veitingahúsaeigandinn Daníel Óliver hefur verið í tæp tvö ár á ketó. Yfir þann tíma hefur hann lært ýmislegt og opnar sig um upplifun sína á mataræðinu á Facebook. Hann gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila færslunni áfram með lesendum. Hann tekur það skýrt fram að þetta sé aðeins hans upplifun á ketó.

Daníel Óliver missti sautján kíló fyrsta hálfa árið á ketó. Síðan þá hefur hann viðhaldið þyngdartapinu, rokkar upp og niður um þrjú til fjögur kíló. Að sögn Daníels hefur mataræðið þó marga aðra kosti en þyngdartap.

„Það sem stendur upp úr er jafnvægi í líkamanum. Minni matarlyst sem gerir það að verkum að það er auðveldara að skipuleggja máltíðirnar án þess að fá blóðsykurfall þar sem maður grípur Snickers í móðursýkiskasti af hungri,“ segir hann.

Daníel Óliver fer yfir það sem hann hefur lært á ketó:

1. „Sykurlaust nammi og gervisykur er frábær möguleiki en það setur alla þyngdarlosun í stopp tímabundið. Ef markmiðið er að grennast þá myndi ég hafa það algjört spari.

2. Sölt og vítamín eins og Magnesíum, Potassium, MTC olía og D vítamín eru mikilvæg upp á til dæmis jafnari orku, betri meltingu og líka fyrir húðina en ég fæ stundum þurrkuútbrot á ketó sem þessi vítamín vinna á móti af einhverjum ástæðum.

3. Ekki gleyma að borða grænmeti. Ef þú ert dugleg/ur að borða grænmeti á ketó þá verður árangurinn betri og hraðari. Þau skipti sem ég hef gleymt grænmetinu þá fer ég að borða of mikla fitu í staðinn (fleiri hitaeiningar) og þá bæti ég á mig.

4. Áfengi virkar eins og sykurlausa nammið. Líkaminn hættir að brenna fitu á meðan það brennur áfengið en strax og það er búið ferðu aftur að brenna fitu. Ef maður er alltaf að fá sér þá hægir það mjög á þér. Hér er ég að tala um áfengi eins og til dæmis vodka, gin og rauðvín og aftur.. persónuleg reynsla.

5. Hreyfing er frábær en öll hreyfing sem krefst mikillar orku á stuttum tíma virkar ekki fyrir mig ef ég er ekki að borða kolvetni, en þetta er bara mín reynsla. Get lyft létt og spilað badminton og skokkað en hlaup og crossfit tæma bara orkubirgðirnar á núll einni.

6. Fjölbreytni er frábær en það er mikilvægt að eiga alltaf til mat sem er auðvelt að grípa í (e. „go-to food“) þegar maður er á ketó. Þetta er til dæmis alltaf til hjá mér: Rjómi, ostur, purusnakk, paprika, gúrka og vogaídýfa

Ástæðan er að það koma dagar sem þú veist ekki hvað þú átt að hafa í matinn og ef þú átt eitthvað „go-to food“ þá geturðu snarlað og gefið þér þar með nokkra tíma til að finna út úr þessu með matinn eða bara notað snarlið sem máltíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
12.12.2020

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi
Matur
11.12.2020

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana
Matur
05.12.2020

Bismark-brownies tryllingur að hætti Unu

Bismark-brownies tryllingur að hætti Unu
Matur
05.12.2020

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi
Matur
28.11.2020

Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni

Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni
Matur
25.11.2020

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta