fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Matur

Albert á nýju mataræði – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 10. október 2020 10:57

Albert Eiríksson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakokkurinn Albert Eiríksson var að byrja á nýju mataræði sem hann ætlar að fylgja í fjórar vikur. Þegar við ræddum við hann var hann búinn með fyrstu vikuna. Enginn viðbættur sykur, ekkert áfengi og einungis hollur og næringarríkur matur.

Albert fylgir mataræðinu ásamt stórum hóp af fólki í næringarráðgjöf hjá Elísabetu Reynisdóttur.

„Þetta er til að hafa stjórn á blóðsykri. Hugmyndin er sú að blóðsykurinn verði jafnari, bólgur minnki og maður fái aukna orku, og þyngdartap fyrir þau sem þurfa,“ segir Albert.

„Það er búið að ganga vel. Það var svolítið erfitt að ná taktinum, það er gert ráð fyrir að maður borði morgunmat, hádegismat og kvöldmat, og ég er ekki vanur að borða morgunmat. Þannig að ég þurfti að hugsa aðeins upp á nýtt, en það kom alveg mjög fljótt. Þetta er góður og fjölbreyttur matur,“ segir Albert.

Hann segir að mataræðið samanstandi af alls konar kjöti, grænmeti en mjög lítið er af kolvetnum. Mataræðið myndi flokkast sem lágkolvetnamataræði en ekki ketó þar sem hann borðar stundum ávexti eins og mangó, perur og epli. Albert segir að sér líði ótrúlega vel eftir viku á þessu fæði, þrátt fyrir að hafa dottið í sukkið í kaffiboði á sunnudeginum. Hann ætlar að halda ótrauður áfram. „Ég féll á sunnudaginn. Það var kökuboð, það var bara þannig,“ segir hann og hlær.

Albert Eiríksson heldur úti vinsæla matarblogginu AlbertEldar.com.

Eldhúsið

Albert heldur úti vinsælu síðunni AlbertEldar.com og samnefndri Facebook-síðu. Hann ver miklum tíma í eldhúsinu og segir að þetta mataræði sé viss áskorun fyrir hann.

„Ég hef mjög gaman af því að baka og stússast í hveiti og sykri og því sem telst ekki endilega það hollasta. Þannig að fyrir mig er þetta ákveðin áskorun, sem gekk alveg þar til á sunnudaginn. Þá datt ég gjörsamlega í það,“ segir Albert.

„Ég finn mikinn mun á mér við að sleppa sykrinum. Orkan mín er miklu jafnari, ég sef vel og verð aldrei svona banhungraður. Eftir að ég náði þessum takti þá hefur mér liðið ofboðslega vel,“ segir hann.

„Það sem hefur kannski komið á óvart er hvað þetta er fjölbreyttur matur og rosa bragðgóður. Mér líður vel og þetta er í raun miklu auðveldara en ég hélt. Maður miklar það svo oft fyrir sér að fylgja einhverju prógrammi. Stundum er maður þreyttur á að elda og finnst maður alltaf vera að gera það sama og er hálf andlaus, og þá er svo gott að fá svona prógramm til að fylgja.“

Matseðill Alberts

Morgunmatur:

Chia-grautur með lífrænni jógúrt og kanil og stundum ávöxtum. Ég er mikill kaffikall og finnst kaffi með rjóma mjög gott. Ég fæ mér tvo svoleiðis bolla fyrir hádegi.

Hádegismatur:

Kjúklingur í mangó-sósu.

Kvöldmatur:

Þetta er svo fjölbreytt. Í kvöld er grænmetissúpa með kókosmjólk og seinna í vikunni verða kjötbollur með kúrbít og þorskur með beikoni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars
Matur
Fyrir 2 vikum

Vissir þú leyndardómana um avókadó?

Vissir þú leyndardómana um avókadó?
Matur
Fyrir 3 vikum

Helgarmatseðillinn með sumarlegu ívafi

Helgarmatseðillinn með sumarlegu ívafi
Matur
Fyrir 3 vikum

Eliza Reid forsetafrú fagnaði opnun Borg Restaurant með butlernum

Eliza Reid forsetafrú fagnaði opnun Borg Restaurant með butlernum
Matur
16.04.2022

Seiðandi saltimbocca að hætti Ítala sem rífur í

Seiðandi saltimbocca að hætti Ítala sem rífur í
Matur
15.04.2022

Páskamáltíðin í boði Jóa Fel matgæðings og bakara

Páskamáltíðin í boði Jóa Fel matgæðings og bakara