fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Kringlótt kruðerí – Gúmmelaði sem erfitt er að standast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 7. mars 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djúpsteiktir kleinuhringir verða seint taldir hollir en leikur einn er að baka kleinuhringi til að losna við óþarfa olíu og fitu. Til þess þarf maður að fjárfesta í kleinuhringjaformi sem fæst í mörgum búsáhaldaverslunum og í vefverslunum um heim allan. Hér eru þrjár skotheldar uppskriftir að kleinuhringjum.

Sturlaðir Þeir sem elska Mars elska þessa kleinuhringi.

Sturlaðir kleinuhringir

3/4 bolli sykur
1 1/4 bolli hveiti
1/4 bolli kakó
3/4 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
1 stórt egg
1 tsk. vanilludropar
3 msk. olía
1/2 bolli sýrður rjómi
1/3 bolli mjólk
90 g Mars

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kleinuhringjaform vel. Blandið þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar. Blandið eggi, vanilludropum, olíu og sýrðum rjóma saman í annarri skál. Hitið mjólkina og hellið yfir Mars-ið sem þið eruð búin að brytja niður. Leyfið blöndunni að bíða í 1 til 2 mínútur og hrærið svo þar til allt er vel blandað saman og bráðið. Blandið þurrefnum, eggjablöndunni og Mars-blöndunni vel saman og sprautið deiginu í kleinuhringjaformið. Bakið í 12 til 15 mínútur og leyfið hringjunum að kólna áður en þið setjið glassúrinn á.

Glassúr

3/4 bolli flórsykur
2 msk. kakó
3 msk. mjólk
45 g Mars

Aðferð:

Hitið mjólkina og hellið yfir Mars-ið sem þið eruð búin að brytja niður. Leyfið blöndunni að bíða í 1 til 2 mínútur og hrærið svo þar til allt er vel blandað saman og bráðið. Blandið Mars-blöndunni saman við restina af hráefnunum og skreytið kleinuhringina. Ég skar svo að sjálfsögðu smá meira Mars niður og skreytti með því.

Klikka ekki Kleinuhringir með hlynsírópsívafi. Mynd: Sunna Gautadóttir

Haltu partí með hlynsírópi!

2 bollar hveiti
1 msk. kanill
1 tsk. múskat
2 msk. lyftiduft
3/4 bolli súrmjólk
2 egg
115 g mjúkt smjör
1 tsk. vanilludropar
1/4 bolli hlynsíróp

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og spreyið kleinuhringjaform með bökunarspreyi. Blandið hveiti, kanil, múskati og lyftidufti saman í stórri skál. Blandið súrmjólk, eggjum, smjöri, vanilludropum og sírópi saman í annarri skál. Blandið helmingnum af blautefnunum saman við þurrefnin og hrærið saman. Blandið síðan restinni af blautefnunum saman við og hrærið vel. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í kleinuhringjaformið. Bakið í 15 mínútur og leyfið hringjunum að kólna á meðan þið búið til glassúr.

Glassúr

1/2 bolli hlynsíróp
1 bolli flórsykur
2 tsk. kanill
1 msk. brætt smjör

Blandið öllu vel saman í skál og skreytið kleinuhringina með þessum unaði.

Gott hjónaband Bláber og sítróna passa vel saman. Mynd: Sunna Gautadóttir

Bláber + sítrónur

60 g brætt smjör
1/4 bolli olía
3/4 bolli sykur
2 stór egg
2 tsk. vanilludropar
1–2 tsk. sítrónubörkur
1 bolli AB mjólk
2 2/3 bolli hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. matarsódi
1/2 tsk. sjávarsalt
1 bolli fersk eða frosin bláber

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C og takið til kleinuhringjaform. Spreyið formið vel með bökunarspreyi. Blandið smjöri, olíu og sykri saman í skál og þeytið í um tvær mínútur. Bætið eggjum, vanilludropum, sítrónuberki og AB mjólk saman við og hrærið vel. Bætið því næst hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman við og blandið vel saman. Hrærið bláberjunum saman við með sleif eða sleikju. Deigið á að vera frekar þykkt. Skellið deiginu í sprautupoka og sprautið því í formið. Ef þið eigið ekki sprautupoka getið þið notað lítinn plastpoka og klippt eitt hornið af honum. Mér finnst langbest að sprauta deiginu í formið til að minnka subbuskapinn. Bakið í 7–8 mínútur og leyfið hringjunum að kólna alveg áður en glassúrinn er settur á.

Glassúr

2 bollar flórsykur
1–2 tsk. sítrónubörkur
7–8 msk. nýkreistur sítrónusafi

Aðferð:

Takið ykkur grunna skál í hönd og blandið flórsykri, berki og 6 matskeiðum af safa saman. Ef blandan er of þykk, bætið þið aðeins meiri sítrónusafa saman við. Dýfið hringjunum í glassúrinn og leyfið honum að harðna, eða gúffið hringjunum bara í ykkur strax!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa