fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Matur

Oreo-afmæli par excellence – Sjáið uppskriftirnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 26. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krakkar virðast elska Oreo og þegar kom að því að útbúa afmælisveislu með Oreo-þema fyrir eitt af börnunum virtust möguleikarnir vera endalausir. Hér er brot af því besta.

Fyrir alla Bæði ungir og aldnir elska þessa Rice Krispies-mola.

Rice Krispies fyrir lengra komna

Hráefni:

115 g smjör
560 g sykurpúðar
1 tsk. vanilludropar
smá sjávarsalt
7 bollar Rice Krispies
20–24 Oreo-kexkökur, gróft saxaðar

Aðferð:

Smyrjið ílangt form, um 30 sentímetra að lengd. Bræðið smjörið í stórum potti yfir meðalhita. Þegar það er bráðið leyfið því að bubbla í nokkrar mínútur til viðbótar, þar til það verður ljósbrúnt og kominn er karamellukeimur af því. Bætið sykurpúðum saman við og lækkið hitann lítið eitt. Hrærið stanslaust þar til þeir eru nánast bráðnaðir. Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið. Takið pottinn af hellunni og bætið Rice Krispies og Oreo vel saman við. Setjið blönduna í formið. Varið ykkur á því að blandan er klístruð og því er um að gera að setja smá matarolíu á hendurnar til að geta betur unnið með hana. Kælið í um klukkutíma og skerið svo í bita.

Geggjaðar Nutella og Oreo er æðislegt saman.

Nutella og Oreo-smákökur

Hráefni:

1 bolli Nutella
1 msk. sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt
1 1/2 bolli súkkulaðihúðað Oreo, gróft saxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Blandið Nutella, sykri og vanilludropum vel saman. Bætið egginu saman við og blandið. Bætið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman við og blandið þar til deig myndast. Blandið Oreo-kexi saman við með sleif eða sleikju. Búið til kúlur úr deiginu og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Fletjið kúlurnar aðeins út með höndunum og bakið í 8–10 mínútur.

Vá, vá, vá Þessi er nokkrum númerum of góð.

Brjáluð brúnka

Hráefni:

1 bolli sykur
170 g smjör, brætt
115 g súkkulaði, saxað
2 egg
1 1/2 tsk. vanilludropar
3/4 bolli hveiti
1/4 bolli kakó
2 tsk. salt
10–12 Oreo-kex

Súkkulaðibráð – Hráefni:

1/2 bolli rjómi
1/2 bolli rjómasúkkulaði
1/2 bolli hvítt súkkulaði

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hringlaga form, um 18 sentímetra stórt. Blandið sykri og smjöri vel saman. Bræðið súkkulaðið sem á að fara í kökuna sjálfa og blandið saman við smjörblönduna. Bætið eggjum og vanilludropum út í og hrærið vel. Blandið hveiti, kakói og salti saman í annarri skál og hrærið saman við blautefnin þar til allt er blandað saman. Setjið helming af deiginu í botninn á forminu og raðið Oreo-kexi yfir. Hellið síðan restinni af deiginu ofan á. Bakið í 20 mínútur, en þar sem þetta er brúnka, eða „brownie“, á þessi kaka að vera aðeins mjúk og klístruð.

Leyfið kökunni að kólna og gerið síðan súkkulaðibráð. Hitið rjómann í 30–60 sekúndur í örbylgjuofni, eða þar til hann er heitur en ekki sjóðandi. Brjótið súkkulaðið í bita og setjið það út í rjómann. Látið það sitja í 5 mínútur og blandið síðan vel saman þar til allt súkkulaði er bráðnað. Hellið yfir kökuna og berið fram.

Sætt snarl Þetta popp leynir á sér.

Oreo-popp

Hráefni:

9 bollar popp (búið að poppa)
20 Oreo-kexkökur, gróft saxaðar
300 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

Blandið poppi og Oreo vel saman. Bræðið hvíta súkkulaðið og bætið því við í hollum, passið að hræra alltaf á milli þannig að sem mest af poppinu fái smá súkkulaði. Leyfið að storkna og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa