fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Huggunarmatur í byrjun árs: Kjúklinga stroganoff sem lagar allt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 18:00

Virkilega bragðgóður réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er alls ekki flókinn, en margir kannast eflaust við stroganoff með nautakjöti. Hér er nautakjöti skipt út fyrir kjúkling og er þetta hinn besti huggunarmatur, eða „comfort food“.

Kjúklinga stroganoff

Hráefni:

340 g eggjanúðlur
2 msk. smjör
1 msk. grænmetisolía
450 g kjúklingabringur, skornar í litla bita
salt og pipar
2 msk. ólífuolía
450 g sveppir, þunnt skornir
½ laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
2 tsk. ferskt timjan
4 bollar kjúklingasoð
2 tsk. Dijon sinnep
1 tsk. Worcestershire sósa
2 msk. maíssterkja
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Sjóðið eggjanúðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakka og blandið smjörinu saman við þegar þær eru soðnar. Blandið saman á meðan núðlurnar eru enn heitar. Hitið grænmetisolíuna á stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið kjúklinginn í 8 til 10 mínútur og saltið og piprið. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið hann í skál til hliðar. Lækkið hitann og bætið einni matskeið af ólífuolíu í pönnuna. Steikið sveppina í 8 til 10 mínútur, takið þá af pönnunni og setjið í skálina með kjúklingnum. Bætið restinni af olíunni út á pönnuna og steikið laukinn í 6 mínútur. Bætið hvítlauk og timjan saman við og eldið í 2 mínútur til viðbótar. Hrærið soðinu, sinnepi og Worcestershire sósunni saman við og náið upp suðu. Blandið smá af heita soðinu saman við maíssterkjuna í lítilli skál. Hellið því síðan saman við soðið í pönnunni, sem og kjúkling og sveppum og látið malla þar til sósan hefur þykknað, eða í 10 til 12 mínútur. Takið af hitanum og hrærið sýrða rjómanum saman við. Saltið og piprið og berið fram með núðlunum. Skreytið með meira af sýrðum rjóma og steinselju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis