fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 11:00

Nammi namm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að gera vel við sig um helgar og nostra við ýmislegt í eldhúsinu, hvort sem það er bakkelsi eða aðrir réttir. Þessar súkkulaðibitamúffur eru virkilega gómsætar og lífga upp á daginn.

Súkkulaðibitamúffur

Hráefni:

2 bollar hveiti
1 tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
115 g smjör, mjúkt
1/2 bolli sykur
1/4 bolli púðursykur
1 stórt egg
1 tsk. vanilludropar
1 bolli mjólk
1 bolli súkkulaðibitar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og takið til múffuform og jafnvel stálform til að setja múffuformin í. Blandið hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda saman í skál. Þeytið síðan smjör, sykur og púðursykur saman í annarri skál í nokkrar mínútur. Bætið eggi saman við og þeytið og síðan vanilludropunum. Bætið helmingnum af þurrefnunum saman og síðan helmingnum af mjólkinni. Endurtakið og blandið síðan súkkulaðibitunum varlega saman við með sleif eða sleikju. Deilið deiginu á milli múffuforma og bakið í 23 til 25 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa