Laugardagur 22.febrúar 2020
Matur

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“

DV Matur
Föstudaginn 9. ágúst 2019 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sum okkar forðumst ákveðinn mat einfaldlega af því að okkur finnst hann ekki góður. En fyrir aðra getur það verið lífshættulegt að borða þessi matvæli.

Ein kona opnaði sig nýverið um alvarlegt ofnæmi sitt í bréfi sem var birt í dálknum Ask Polly í The Cut.

Í bréfinu segir konan frá því hvernig tengdaforeldrar hennar eru sífellt að lauma sveppum í matinn hennar, þrátt fyrir að hún sé með mjög alvarlegt ofnæmi. Konan kemur fram nafnlaus og er kölluð „óvirt tengdadóttir“ í dálknum.

Hún er með alvarlegt ofnæmi fyrir sveppum.

Konan og eiginmaður hennar hafa margoft reynt að gera foreldrum hans ljóst að hún sé með alvarlegt ofnæmi fyrir sveppum. Hún segir frá því að eitt skipti hafi hún „fengið flog í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús.“ Þrátt fyrir að vita af þessu lauma tengdaforeldrar hennar sveppum í næstum hverja einustu máltíð sem þau bjóða henni.

„Einhvern veginn tekst þeim að finna leið til að bæta sveppum í næstum allt. Einu sinni ákváðu þau að gera sérdisk með sveppum sem þau létu ganga um borðið. Tengdamóðir mín sagði, mjög dónalega: „Ég hefði viljað að sveppirnir væru í salatinu en EINHVERJUM finnst það vera vandamál!“ Þau hafa meira að segja sett sveppaduft í kartöflumús. Tengdamóðir mín sagði að þetta væri einhver ný uppskrift sem hún fann,“ skrifar konan.

„Ég bókstaflega hélt í mér andanum þegar sveppirnir voru í kringum mig þennan dag. Þetta var gríðarlega hættulegt fyrir mig. Þessi matur gæti drepið mig. Það sem mér þykir verra er að eiginmaður minn sagði mér að sveppir hafi ekki verið algengir í matarboðum hjá foreldrum sínum fyrr en hann byrjaði með mér.“

Hún segir að þetta sé komið úr böndunum. Tengdafaðir hennar sagði að „við ætlum ekki að breyta því sem við borðum fyrir eina manneskju.“ Mágkona hennar sagði að hún væri að „gera of mikið úr þessu“ og að „sveppir eru ekki eitur.“

Kartöflumús.

Konan og eignmaður hennar eru hætt að mæta í matarboð hjá fjölskyldu hans. Eiginmaður konunnar styður hana hundrað prósent og er mjög sár og reiður út í fjölskyldu sína.

Polly, dálkahöfundur The Cut, hefur enga þolinmæði fyrir tengdaforeldrum konunnar og sagði að þau væru „virkilega skelfilegt mannfólk“ sem væru „bókstaflega að reyna að drepa hana.“ Hún sagði þau vera siðblind og „klikkhausa á öðru stigi“.

Polly mælir með að konan fái lækni til að skrifa tengdaforeldrum sínum bréf og útskýra að hún hafi mörgum sinnum verið lögð inn á spítala vegna ofnæmisviðbragða, og hvað myndi gerast fyrir líkama hennar ef hún myndi innbyrða sveppi.

Þú getur lesið allt svar Polly hér. Hún endar svar sitt á:

„Þau eru skelfileg, alveg virkilega skelfileg. Sendu þeim læknisbréf og segðu eiginmanni þínum að skrifa niður tilfinningar sínar í bréf til þeirra, ef það mun láta ykkur líða betur. En eftir það, segið skilið við þau og ekki horfa til baka.“

Hvað segja lesendur, eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Örmagna í verkfalli
Matur
Fyrir 2 vikum

Allt sem Kylie Jenner borðar á einum degi

Allt sem Kylie Jenner borðar á einum degi
Matur
Fyrir 2 vikum

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“
Matur
Fyrir 3 vikum

Nýr borgari KFC fer fyrir brjóstið á kjötætum – „Af hverju eru kjötætur svona hræddar?“

Nýr borgari KFC fer fyrir brjóstið á kjötætum – „Af hverju eru kjötætur svona hræddar?“
Matur
Fyrir 3 vikum

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“
Matur
Fyrir 3 vikum

Hann pantar á fullkominni kínversku – Veitingagestir og starfsfólk í sjokki

Hann pantar á fullkominni kínversku – Veitingagestir og starfsfólk í sjokki
Matur
Fyrir 3 vikum

Ritdómur um Vegan eldhús grænkerans: Hafsjór af upplýsingum og fróðleik

Ritdómur um Vegan eldhús grænkerans: Hafsjór af upplýsingum og fróðleik
Matur
Fyrir 4 vikum

82 ára pökkunarstjóri í fyrirtæki Tobbu

82 ára pökkunarstjóri í fyrirtæki Tobbu
Matur
Fyrir 4 vikum

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“