Við elskum þennan rétt út af lífinu því hann er svo einfaldur. Maður þarf bara að henda öllum hráefnum saman í eldfast mót og bíða eftir að rétturinn eldist.
Hráefni:
ólífuolía
2 bollar hvít hrísgrjón
1 stór laukur, saxaður
2 bollar kjúklingasoð
2 dósir af tilbúnni sveppasúpu
salt og pipar
3 stór kjúklingalæri
2 msk. smjör, brætt
2 tsk. ferskt timjan
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. fersk steinselja, til að skreyta með
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót með olíu. Setjið hrísgrjón, lauk, soð og súpu í mótið og hrærið þar til allt er blandað saman. Kryddið með salti og pipar. Setjið kjúklingalærin ofan á hrísgrjónin og penslið þau með smjöri. Drissið timjan og hvítlauk yfir og kryddið með salti og pipar. Setjið álpappír yfir mótið og bakið í 1 klukkustund. Takið álpappírinn og bakið í hálftíma til viðbótar. Skreytið með steinselju og berið fram.