fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Matur

Langbesta eplakakan: Þessa uppskrift þarf að geyma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 15:00

Tilvalinn eftirréttur á köldum vetrarkvöldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nauðsynlegt að eiga nokkrar uppskriftir á lager sem maður er ánægður með og slá alltaf í gegn. Hér er uppskrift sem á svo sannarlega heima í uppskriftabunkanum, en þessi eplakaka klikkar aldrei og er einstaklega bragðgóð.

Langbesta eplakakan

Hráefni:

4 epli, kjarninn úr og skorin í sneiðar (ekki taka hýðið af)
1 tsk. kanill
safi úr ½ sítrónu
2 msk. vatn
¼ bolli + 2 msk. sykur
¾ bolli hveiti
¼ bolli púðursykur
½ tsk. salt
115 g smjör, kalt, skorið í teninga
1 bolli haframjöl
vanilluís til að bera fram með

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og smyrjið stórt eldfast mót. Blandið eplum saman við 2 matskeiðar af sykri, sítrónusafa, vatn og kanil. Í annarri skál blandið þið saman hveiti, púðursykri, restinni af sykrinum og salti. Notið síðan hendurnar til að vinna smjörið saman við hveitiblönduna þar til hún minnir á mulning. Bætið haframjölinu saman við. Raðið eplunum í eldfasta mótið og dreifið haframjölsblöndunni yfir. Bakið í um 45 mínútur, eða þar til toppurinn er farinn að taka góðan lit. Kælið í 10 mínútur og berið fram með vanilluís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“
Matur
Fyrir 4 dögum

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“