fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Bestu bollakökur í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 03:00

Þessar eru ekki bara góðar - líka fallegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindt-trufflurnar spila veigamikið hlutverk í þessari uppskrift að algjörlega ómótstæðilegum bollakökum sem nánast bráðna í munni. Þessar svíkja sko ekki!

Í uppskriftinni eru notaðar Lindt-trufflur með hvítu súkkulaði en auðvitað er hægt að nota hvaða bragð af trufflum sem er.

Bestu bollakökur í heimi

Kökur – hráefni:

¾ bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/3 bolli mjólk
1 tsk vanilludropar
2 eggjahvítur
3 msk mjúkt smjör
¼ bolli sykur
1/8 bolli sýrður rjómi
6 Lindt-trufflur (skornar í tvennt)

Hreinn unaður.

Aðferð:

Hitið ofninn í 170°C. Stífþeytið eggjahvíturnar í tandurhreinni skál. Hrærið hveiti og lyftiduft saman í annarri skál. Blandið mjólk og vanilludropum saman í enn annarri skál. Í fjórðu skálinni hrærið þið síðan saman smjör og sykur. Bætið sýrða rjómanum út í þá blöndu og hrærið vel.
Skiptist síðan á að blanda mjólkur- og hveitiblöndunni saman við smjörblönduna. Að lokum er eggjahvítunum blandað varlega saman við með sleikju. Setjið herlegheitin í form og bakið í 15 til 20 mínútur. Á meðan er gott að skera Lindt-trufflurnar í tvennt. Skerið lítið X ofan í hverja bollaköku um leið og þið takið þær úr ofninum. Þrýstið Lindt-trufflu ofan í og horfið á gotteríið bráðna ofan í kökuna. Mmmmm. Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á.

Trufflurnar komnar á sinn stað.

Krem – hráefni:

60 g hvítt súkkulaði
110 g mjúkur rjómaostur
30 g mjúkt smjör
1 tsk vanilludropar
1 bolli flórsykur

Aðferð:

Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því að kólna í þrjár mínútur. Þeytið smjörið og rjómaostinn síðan vel saman, í 3 til 5 mínútur. Blandið svo öllum hráefnum saman og skreytið kökurnar.

Verði ykkur að góðu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa