fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

KITCHENAID AFHJÚPAR Í TILEFNI 100 ÁRA AFMÆLIS, GLÆSILEGA QUEEN OF HEARTS LÍNU

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

100 ára afmæli KitchenAid er ekki einungis fögnuður í tilefni sígilds vörumerkis. Það er tilefni til þess að færa matargerðarfólki þakkir fyrir að hafa blásið lífi í vörumerkið síðan árið 1919. Síðastliðna 6 mánuði hefur KitchenAid heiðrað fortíð sína. Nú er komið að framtíðinni. Með útgáfu 100 ára afmælislínunnar, sem kemur aðeins út í takmörkuðu upplagi, vill KitchenAid líta til framtíðar og fagna nýsköpun og frumleika sem veitir komandi kynslóðum innblástur í matargerð.

Hjartadrottning eldhússins

Í gegnum árin hefur rauði liturinn verið ein af sérstöðum vörumerkisins. Með Queen of Hearts- eða Hjartadrottningarlínunni vill KitchenAid kynna til sögunnar glænýjan rauðan lit „passion red“ eða ástríðurauðan. Liturinn er ný og spennandi útgáfa af hinum klassíska rauða KitchenAid lit, sem hefur alla tíð verið einkennismerki þess, og mun koma til með að blása lífi í  sköpunargleðinu í eldhúsinu.

Það sem einkennir þessa einstöku 100 ára afmælislínu er rauður borði skreyttur með hundruðum örsmárra hjarta, innblásinn af ástríðu, en einnig krómað útlit og sérhönnuð mótorhlíf. Ástríðufullir heimakokkar geta bætt einstakri hönnun við eldhúsið sitt og fagnað framtíðinni í matargerð á sama tíma og KitchenAid leggur af stað inn í næsta kafla. Því eins lengi og fólk stundar matreiðslu munum við halda áfram að búa til minningar saman.

Fáguð afmælislínan inniheldur úrval af litlum heimilistækjum svo sem blandara, töfrasprota, handþeytara, hraðsuðuketil, litla matvinnsluvél, hrærivél og brauðrist – sem gefa til kynna skuldbindingu KitchenAid við breitt vöruúrval og við að veita öðrum innblástur til þess að hefja matargerð.

Það verða engir vankantar á því hvernig má fagna 100 árum KitchenAid árið 2019, en ef þig skyldi vanta innblástur, hvers vegna ekki að prófa að:

FAGNA… MEÐ MORGUNVERÐI

Fagnaðu afmælinu með því að bjóða fjölskyldunni í morgunverð með smá aðstoð frá KitchenAid. Queen of Hearts línan inniheldur brauðrist og ketil sem hjálpa þér við að setja saman fljótlegan en gómsætan morgunverð og lyktin af nýristuðu brauðinu mun koma fólkinu þínu fram úr og alla leið að eldhúsborðinu.

Fjölskyldan hefur valkost á að rista úrval af brauðum í mismunandi stærðum og gerðum þar sem raufarnar á brauðristinni eru breiðari en á hefðbundnum brauðristum. Hvort sem þau vilja súrdeigsbrauð, beiglu eða rúnstykki, dekkar KitchenAid alla kostina. Vantar eitthvað? Til þess að vekja enn meiri ánægju gætirðu galdrað fram nokkrar gerðir af girnilegu áleggi með litlu matvinnsluvélinni. Skálin, lokið og hnífurinn mega öll fara í uppþvottavélina, svo þú sleppur við uppvaskið.

FAGNAÐU… MEÐ TILRAUNASTARFSEMI

Þungamiðja nýju línunnar er hin goðsagnakennda hrærivél. Nú fáanleg í ástríðurauðum lit með einstökum útlitsbreytingum til heiðurs 100 ára afmælisins og þar með ómissandi gripur fyrir ástríðubakarann. Hrærivélin var tækið sem endurlífgaði vörumerkið árið 1919. Nútíma hrærivélin gerir hinsvegar meira en bara að hnoða og hræra deig.

KitchenAid bjóða upp á mikið úrval aukahluta sem festa má auðveldlega á hrærivélina. T.d. vog með áföstu sigti, pastagerðarvél, nokkrar gerðir grænmetissneiðara og hakkavél. Hrærivélin einfaldar matargerðina einfaldari og fækkar handtökunum í eldhúsinu.

Brettu upp ermar og leyfðu sköpunargáfunni að leiða þig áfram, hver veit? Næsta uppáhaldsuppskrift fjölskyldunnar gæti orðið til. Gerðu þína uppskrift að rétti sem endist næstu 100 árin.

 

FAGNAÐU… Á HEILSUSAMLEGAN MÁTA

Þegar vinir og vandamenn heyra kunnuglegan hljóm blandarans vita þeir að eitthvað gómsætt er væntanlegt á borðin. Prófaðu nýja Queen of Hearts blandarann, hann er fullkominn til þess að gera litríka þeytinga, fulla af hollri næringu. Öflugur 3.0 HP mótor, 2,6L BPA-laus kanna og sterkbyggð blöð tryggja hámarks ávinning og bragðmiklar blöndur í hvert skipti. Aðeins tveir rofar á stjórnborðinu og snúningshnappur gefa þér fulla stjórn á einfalda mátann, svo þú gætir ekki klúðrað þessu þótt þú reyndir.

Queen of Hearts línan verður fáanleg á Íslandi í maí 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög
Kynning
Fyrir 6 dögum

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð
Kynning
Fyrir 1 viku

Glæsileg sýning í Laugardalshöll um helgina: Komdu og upplifðu Lifandi heimili

Glæsileg sýning í Laugardalshöll um helgina: Komdu og upplifðu Lifandi heimili
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðandi á íslenskum verktakamarkaði

Leiðandi á íslenskum verktakamarkaði
Kynning
Fyrir 2 vikum

Trampólín.is: Vertu bókstaflega í skýjunum í sumar

Trampólín.is: Vertu bókstaflega í skýjunum í sumar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind