fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Kynning

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk Visitor hefur áralanga reynslu af skipulagningu keppnis og æfingaferða erlendis fyrir meistaraflokka og yngri flokka í fótbolta, handbolta og körfubolta.

Ferðaskrifstofan Visitor hefur mikla reynslu af skipulagningu keppnis og æfingaferða fyrir íþróttalið, jafnt meistaraflokka sem yngri flokka. Guðrún St. Svavarsdóttir, yfirmaður Visitor Sport segir alla hópa á þeirra vegum vera í skýjunum með ferðirnar sem starfsmenn ferðaskrifstofunnar skipuleggja. „Þegar kemur að skipulagningu æfinga eða keppnisferða sjáum við um allan pakkann. Fyrir utan að bóka þetta helsta, flug, gistingu og rútuferðir þá sjáum við um að finna íþróttasvæði fyrir þá íþrótt sem á að æfa í æfingaferðunum, æfingaleiki, erlenda gestaþjálfara ofl og svo er alltaf talsvert mikil vinna að skrá alla inn í mótin og við sjáum um það að mestu leiti.

Líklega besta úrvalið sem er í boði

Guðrún segir Visitor bjóða uppá fjölbreytt úrval þegar kemur að æfinga og keppnisferðum. Stærstu mótin fyrir yngri flokka í fótbolta eru Helsinki Cup í Finnlandi og USA Cup í Minneapolis, einnig bjóðum við uppá Norway Cup í Oslo, Vildbjerg Cup í Danmörku og Costa Blanca Cup á Benidorm fyrir fótboltaiðkendur. Fyrir handbolta krakka bjóðum við uppá er Generation Handball í Viborg sem er mjög vinsælt mót ásamt sterku móti á Ítalíu. Fyrir þá sem stunda körfubolta bjóðum við uppá flott mót á Spáni, Eurobasket og Globasket en einnig hefur Gautaborg Basketball Festival verið mjög vinsælt en það mót er í maí.

Vinsælustu mótin að fyllast og þeir sem bóka seint borga meira!

Í sumar vorum við með um 330 krakka sem fóru á USA Cup og skemmtu sér mjög vel. Það er mót sem er svona „einu sinni á ævinni mót„. Eins og allt í USA er þetta gríðarlega stórt mót. 15.000 keppendur frá öllum heiminum keppa á 60 knattspyrnuvöllum sem eru á sama svæðinu. Innan svæðisins er líka 18 holu golfvöllur ef foreldrum t.d. leiðist og svo þrjú skautasvell svo eitthvað sé nefnt. Rúsínan í pylsuendanum er svo ferð í Mall of America í lok ferðarinnar.

Helsinki Cup hefur heldur betur slegið í gegn hjá krökkum í 3. og 4. flokki. Mikið um leiki og stutt í leiki og afþreyingu á svæðinu. Helsinki er miklu skemmtilegri en margir halda. Heimili Múmínálfanna!

Körfuboltamótin á Spáni hafa einnig verið vinsæl ásamt Generation handball fyrir handbolta iðkendur.

Svo má ekki gleyma að minnast á knattspyrnuskóla Visitor í Bolton á Englandi. Þar er æft eins og atvinnumenn gera, tvisvar á dag við bestu aðstæður undir handleiðslu þjálfara frá Bolton. Skólinn er fyrir drengi í 3. og 4. flokki og er ferðin vikulöng.

Foreldraráð, þjálfarar og íþróttafélög geta óskað eftir að fulltrúi frá Visitor Sport komi í heimsókn og haldi kynningu á þeim æfinga -og keppnisferðum sem í boði eru.

Nánar á visitor.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni