fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Kynning

Þar sem gæði og umhverfisvernd fara saman

Kynning
Kynningardeild DV
Föstudaginn 24. mars 2023 10:56

Servéttur og dúkar þurfa að þola mikinn þvott en verða samt sem áður að gleðja augað. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin Hótelrekstur og heimili býður vandaðar vörur á hagstæðu verði sem henta einstaklingum jafnt sem fimm stjörnu hótelum.

Það má með sanni segja að Ragnheiður Sigurðardóttir, oftast kölluð Ragga, sé ótæmandi viskubrunnur þegar kemur að hótelrekstri, og sér í lagi í vali á efnum á rúmfötum, dúkum og handklæðum, borðbúnaði og ýmsu fleiru sem gerir gistinætur að ógleymanlegri upplifun. Ragnheiður hóf starfsferilinn einungis átta ára gömul, þegar hún byrjaði að vinna hjá afa sínum í Efnalauginni Björg, sem hann stofnaði fyrir sjötíu árum síðan. „Þar lærði ég að þekkja meðal annars mun á efnum og gæðum þeirra, meðhöndlun, hreinsun og þvott á fatnaði og líni og margt fleira,“ segir Ragnheiður.

„Draumurinn var alltaf að stofna mitt eigið fyrirtæki þar sem mín þekking og reynsla gæti nýst mér til fulls og því varð úr að ég stofnaði fyrirtækið Hótelrekstur og heimili árið 2014. Hvort tveggja hótel og einstaklingar geta verslað við okkur í versluninni að Hátúni 6a eða í vefversluninni hotelrekstur.is,“ segir Ragga.

Það er hagstætt að fjárfesta í langlífum handklæðum sem haldast falleg lengur.

Eingöngu það allra besta fyrir hótel og einstaklinga

Ragga segir að undanfarin ár hafi víða sprottið upp vinsælar verslanir sem selja hótelvörur til heimilisnota. Ástæðan er einföld.

„Í hótelrekstri er nauðsynlegt að finna endingarbestu vöruna á samkeppnishæfu verði ef ekki eiga að tapast tugir milljóna í rekstri. Lukkulega eru fæst okkar að leggja jafnmikið undir og hótelin í kaupum á rúmfötum, handklæðum og öðru smáræði. En það finnst varla betri trygging fyrir gæðum en að læra af reynslu þeirra sem geta prýtt hótel sín fimm stjörnum. Mitt markmið er að tryggja mestu gæði og endingu í vöruúrvali og nú býðst bæði einstaklingum og hótelum að nýta mína þekkingu og reynslu til að tryggja kaup á því allra besta sem fæst,“ segir hún.

Ragga segir að silki-, hör- og maco-bómullarrúmfötin séu fyrir dekurrófurnar sem elska að kúra í mjúku rúmi.

Gæði næst líkamanum

Að sögn Röggu þarf að huga að mörgu þegar kemur að kaupum á líni, enda sé það einmitt efnið sem snertir líkamann hvað mest. „Allt okkar lín kemur frá Þýskalandi og Ítalíu. Það skiptir gríðarlega máli að það sem kemur næst líkamanum eins og sængurver, sloppar, handklæði og annað andi og viðhaldi raka í húðinni. Einnig þarf að vera hægt að þvo þetta allt við 95°C.“

Gæði rúmfata eru sérstaklega mikilvæg enda sofum við að meðaltali í 6-8 tíma á sólarhring. Þráðafjöldinn í efninu spilar þar lykilhlutverk. „Það getur verið villandi fyrir neytendur þegar verið er að auglýsa að efni séu 1.200 þráða eða annað slíkt. Staðreyndin er sú að þræðir eru mældir á hvern 2,5 fersentímetra og það komast bara ákveðið margir þræðir fyrir. Venjulega komast ekki fleiri en 300 þræðir fyrir á þessu bili, séu þeir í eðlilegri þykkt. Ef verið er að auglýsa að það séu fleiri þræðir, þá hafa þræðirnir annað hvort verið klofnir eða þá að mælieiningin er 5cmx5cm eða jafnvel hærri.

Í versluninni fást guðdómleg silkikoddaver sem fara vel með húð og hár.

Í versluninni eigum við úrval af lúxus rúmfötum sem er alger dásemd að sofa í. Fyrir þau allra kröfuhörðustu mæli ég sérstaklega með silkinu, hörnum og sængurverasettunum með maco-bómull.“

Dúkar og servíettur þurfa að þola æði margt. „Þrátt fyrir hlutverkið þá þurfa dúkarnir og servétturnar að vera falleg og gleðja augað. Hjá Hótelrekstri og heimilum fást bæði kringlóttir og ferkantaðir dúkar í mörgum stærðum úr straufríu efni, bómull og hör. Einnig er mikið úrval af servíettum úr bómull og hör,“ segir Ragga.

Í versluninni fást sápur í hæsta gæðaflokki sem uppfylla ströngustu kröfur hótela, hótelgesta og einstaklinga.

Umhverfisvænar hreinlætisvörur

Í versluninni fást sápur í hæsta gæðaflokki sem uppfylla ströngustu kröfur hótela, hótelgesta og einstaklinga. „Sápurnar okkar koma frá Bretlandi, eru parabenfríar og eru unnar úr náttúrulegum efnum. Þær eru með hunangi og mangói og línan er að sjálfsögðu ekki prófuð á dýrum. Vörurnar koma í 30 ml og 300 ml umbúðum. Og sem umhverfisvænan kost þá bjóðum við upp á fimm lítra áfyllingu af sjampói og hárnæringu saman sem og sturtusápu og handsápu ásamt handáburði og líkamskremi. Hótelin hafa fengið sérstaklega góða dóma fyrir þessa línu enda eru engin aukaefni í vörunum.“

Hótelrekstur og heimili er með frábært úrval af dúnmjúkum baðsloppum sem veita þér ekta spa-upplifun.

Lúxusinn margborgar sig

„Svo vill til að allt varðandi heimilisvörur og þrif er á mínu áhugasviði og hef ég mikla þekkingu og reynslu í því. Ég get líka sagt að það er ekki bara lúxus að vanda valið, heldur er það einnig fjárhagslega skynsamlegt til lengri tíma litið.“

Vilji lesandi vera ábyrgur innkaupastjóri eigin heimilis eða hótels án þess að gefa eftir í dekrinu, þá er ekki úr vegi að setja sig í samband við Röggu. Enda talar hún af hugsjón og brennandi áhuga á öllu því sem skilar þér einstakri heilsulindarupplifun heima og á hótelherberginu.

Nánari upplýsingar fást í vefverslun, hotelrekstur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum