fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Heildarlausnir fyrir hótel, veitingastaði og veisluþjónustur

Kynning

Vega er komið inn á íslenska markaðinn og hafa móttökurnar verið mjög góðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vega er afar vönduð og útbreidd þýsk lína í rekstrarvörum fyrir hótel, veitingastaði og aðra starfsemi af slíku tagi. Vega er annars vegar þekkt fyrir einstaklega vandaðar og slitþolnar rekstrarvörur og hins vegar fyrir að bjóða rekstraraðilum upp á heildarlausn, þeir geta keypt allar rekstrarvörur sínar hjá einum aðila. Hótel og veitingastaðir geta til dæmis keypt inn hjá Vega eldhústæki, leirtau, hnífapör, rúmföt, handklæði, dúka, húsgögn, herðatré, einkennisföt starfsmanna, húsmuni og nánast allt annað sem hótelið og veitingastaðurinn þarf á að halda í daglegum rekstri.

Vega er eitt af vörumerkjum þýska fyrirtækisins Erwin Müller Group sem sérhæfir sig í þjónustu við hótel- og veitingabransann og er með viðskipti í um 70 löndum bæði innan og utan Evrópu. Erwin Müller Group er meðalstórt fyrirtæki á þýskan mælikvarða en það var stofnað árið 1987 og er fjölskyldufyrirtæki í einkaeign.

Harald Steininger, sölustjóri á útflutningssviði fyrirtækisins, var í heimsókn hér á landi fyrir skömmu, til að kynna Vega
fyrir íslenskum rekstraraðilum í hótel- og veitingabransanum. Harald segir að E.M. Group sé það sem kallað er „leyndur meistari“, „Hidden Champion“, á þýskum markaði og skýrir nafnbótina svo:

„Við erum ekki mjög stórt fyrirtæki og erum staðsett í hálfgerðu einskismannslandi, í smáþorpinu Wertingen, rétt fyrir utan Augsburg í Bæjaralandi, en Augsburg er í um klukkustundar fjarlægð frá flugvellinum í München. Starfsmenn eru um 700. En við erum engu að síður mjög sterk á þýska hótel- og veitingamarkaðnum auk þess sem við erum með dótturfyrirtæki víðsvegar um Evrópu og höfum auk þess náð eftirtektarverðum árangri á erfiðum mörkuðum í öðrum heimsálfum.“

Steininger segir að áhersla fyrirtækisins liggi á fyrirtækjamarkaði: „Hingað koma ekki einstaklingar og kaupa tvo bolla eða eitthvað svoleiðis heldur leggjum við áherslu á að veita aðilum í hótel- og veitingarekstri heildarlausnir, að þeir geti hverju sinni fengið allt sem þá vanhagar um hjá einum aðila.“

Steininger segir að það spari gífurlegan tíma og vinnu að geta keypt allt sem þarf til dagslegs rekstrar hjá einum aðila: „Við erum með um 40 þúsund vörunúmer á lager. Dæmigert er að hóteleigandi tjái mér til dæmis að hann vanti rúmföt fyrir 20 herbergi en það vanti líka leirtau fyrir morgunverðarsalinn. Það er mikið hagræði fólgið í því að geta leitað með allt svona til eins aðila.“

Vörurnar frá Vega eru afskaplega slitsterkar enda fer t.d. kaffibolli sem notaður er á hóteli mörgum sinnum oftar í uppþvottavél en á heimili og það sama má segja um til dæmis húsgögn í móttökusölum hótela, þau verða fyrir margfalt meira álagi en húsgögn á heimilum.

Enn fremur er 10 ára framleiðsluábyrgð á mörgum vörum undir merki Vega og því er ekki hætta á að vörur sem rekstraraðili þarf að endurnýja birgðir sínar af séu ekki lengur í framleiðslu.

„Við vinnum með hönnunarfyrirtæki sem hannar okkar eigin línu af postulíni og hnífapörum. Starfsmannafötin sem við framleiðum eru sérsniðin og geta verið merkt viðkomandi fyrirtæki,“ segir Harald.
Vega leggur áherslu á gæði og gott virði fyrir peninginn. Fyrir þá sem hafa minna á milli handanna og þurfa ódýrari vörur er E.M. Group líka með lágvörumerkið Pulsiva.

Það er Vega Ísland sem veitir allar upplýsingar um vörurnar frá Vega, tekur við pöntunum og svarar fyrirspurnum. Heimasíðan er vega.is, netfang er vega@bender.is og síminn er 557 6070.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum