fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Skammdegið og líðan einstaklinga

Lyndisraskanir tengjast skammdeginu – Hrjá frekar konur en karla – Mikilvægt að draga úr streitu

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Guðmundsson, læknir skrifar:

Það er ljóst að vetur konungur er farinn að banka á dyrnar, birtuskilyrði eru minni og það er ákveðinn andi í loftinu sem segir manni: jæja, þá er að undirbúa sig vel fyrir veturinn. Þetta er yfirleitt skemmtilegur tími og það er mikið að gera, verkefni í skóla og atvinnulífi í fullum gangi og má líkja þessu við törn fram að jólum þar sem við tökum kærkomna hvíld frá amstri dagsins til að eiga inni orku fram á vorið.

Minni orka, pirringur og áhugaleysi

Það er þó ákveðinn hópur fólks sem glímir við lyndisraskanir sem tengjast sérstaklega þessum tíma og finnur þá fyrir minni orku, pirringi, samstarfsörðugleikum, áhugaleysi, svefntruflun, einbeitingarskorti, breytingum á matarlyst og þar með þyngd auk vanlíðunar. Það eru þeir sem þjást af skammdegisþunglyndi sem hellist yfir þá með haustinu og fer jafnvel versnandi fram að vori þegar dag tekur að lengja á ný. Oftsinnis er um að ræða fólk sem er ekki í neinum vanda með líðan sína á öðrum tímum ársins og skilur hvorki upp eða niður í því hvers vegna í ósköpunum er verið að gera þeim lífið leitt á þessum „lengsta“ tíma ársins. Þá eru einnig til einstaklingar sem finna fyrir sams konar einkennum að vori eða sumri, það er þó mun sjaldgæfara.

Konur í meiri hættu en karlar

Ástæðurnar geta verið margvíslegar, sumir tala um lífklukkuna sem í kjölfar breyttra birtuskilyrða ruglast, framleiðsla á melatonin hormóni fari úr skorðum og einnig magn serotonins sem er mikilvægasta boðefni sem við þekkjum í tengslum við þunglyndi og depurð. Flest lyf sem notuð eru í dag sem meðhöndlun vegna þunglyndis hafa einmitt áhrif á magn þessa boðefnis og virðist vera sem minni birta og sólarljós geti haft áhrif á framleiðslu þess í líkamanum. Konur eru í meiri hættu en karlar á að fá skammdegisþunglyndi, þá er yngra fólki hættara við því auk þess sem erfðir spila inn í sem endranær. Búseta hefur áhrif enda er sagt að því norðar eða sunnar sem maður býr við miðbaug því meiri líkur séu á slíkum lyndisröskunum.

Mikilvægt að grípa til varna

Vandamál einstaklinga sem glíma við þennan sjúkdóm eru svipuð þeim sem glíma við almennt þunglyndi, þeir draga sig í hlé og verða félagsfælnir, eiga í vandræðum með vinnu og/eða skóla, neyta frekar vímuefna og áfengis og finna fyrir sjálfsvígslöngun. Mikilvægt er því að grípa til varna og greina vandann, ekki síður en að meðhöndla hann þá með öllum þeim tiltæku ráðum sem til eru.

Greiningin fer fram í viðtali við lækni, skoðun ætti að útiloka aðrar tegundir sjúkdóma sem geta líkt eftir einkennum og má þar nefna vanstarfsemi skjaldkirtils, járnskort og ýmislegt fleira. Notaðir eru staðlaðir spurningalistar til greiningar en einnig til að fylgjast með árangri meðferðar sem getur verið af ýmsum toga. Almennt er talið að það sé mikilvægast fyrir einstaklinga að þekkja sína greiningu enda geta þeir með þeim hætti brugðist við betur en ella og jafnvel fyrirbyggjandi. Þar sem vandamálið kemur iðulega upp reglubundið eða á hverju ári ætti það að vera tiltölulega auðsótt að þekkja einkennin og vinna með fyrirbyggjandi hætti gegn því að þau versni.

Mikilvægt að draga úr streitu

Meðferðin er margvísleg, í mörgum tilvikum er notast við ljósameðferð en til eru ljósgjafar sem hægt er að stilla upp á vinnustað og jafnvel heima fyrir sem líkja eftir dagsljósinu og geta með þeim hætti „blekkt“ kerfið til að halda að það sé önnur árstíð. Þetta er fyrsta tegund meðferðar sem reyna ætti. Mjög oft er beitt sálfræðimeðferð og hefur hugræn atferlismeðferð, eða HAM, nýst ágætlega sem og samtalsmeðferð. Mikilvægt er að draga úr streitu og áreiti sem hefur neikvæð áhrif, passa hreyfinguna og mataræði samanber almennar ráðleggingar þar um. Sérstaklega er mikilvægt að fara út í dagsbirtu og stunda líkamsrækt. Sund í hádeginu væri til dæmis alveg kjörin hreyfing fyrir flesta og á þeim tíma sem mestar líkur eru á sólarljósi.

Nokkrar tegundir af fæðubótarefnum hafa verið nefndar sem geta haft jákvæð áhrif, Omega 3 og melatonin-uppbót getur skipt máli og þá er einnig þekkt að slökun líkt og í jóga, hugleiðslu, nuddi og slíku er áhrifarík leið til að draga úr streitu. Lyf ættu að vera síðasta val, en reynist þau nauðsynleg þá ætti ekki að forðast þau. Samandregið er þetta vandi sem margir glíma við og eru margar leiðir að því takmarki að geta notið vetrarmánaðanna.

Hálsbólga og streptókokkar

Orsakir, einkenni og hvað er til ráða
Hálsbólga og streptókokkar

Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Veirur og bakteríur geta valdið hálsbólgu. Hálsbólga getur komið fram ein og sér en fylgir oft öðrum sýkingum til dæmis flensu og einkirningasótt. Hálsbólga leggst á alla aldurshópa en helstu einkenni hennar eru særindi í hálsi og eymsli við að kyngja. Ef sýkingin er af völdum bakteríu þarf stundum að gefa sýklalyf við henni.

Hver er orsökin?Eins og áður sagði geta bæði bakteríur og veirur valdið hálsbólgu. Veirur sem valda kvefi og veiran sem veldur einkirningasótt geta einnig valdið hálsbólgu.Veirur og bakteríur berast á milli manna með andrúmsloftinu eða með snertingu. Á myndinni sést hvernig úðasmit verður þegar maður hnerrar.Algengasta bakterían sem veldur hálsbólgu er keðjukokkur (streptókokkar). Bakterían berst milli ýmist með andrúmslofti (svokallað úðasmit) eða snertingu (líkt og veirusmit). Frá smiti geta liðið 2–4 dagar áður en einkennin koma fram.

Hver eru einkennin?Hálssærindi og eymsli þegar kyngt er.Verkur getur leitt út í eyru.Roði í hálsi, bólgnir hálskirtlar, jafnvel með skán.Hiti.Eitlastækkanir á hálsi.Ef hálsbólgan er af völdum veiru er hún yfirleitt vægari og henni fylgir oft kvef.Í hálsbólgu af völdum coxsackie-veiru geta myndast litlar blöðrur á hálskirtlunum og á efri gómi. Blöðrurnar springa eftir nokkra daga og þá myndast sár sem geta valdið miklum verkjum.Hálsbólga af völdum keðjukokka (streptókokka) veldur yfirleitt bólgu í hálskirtlunum ásamt skánmyndun, særindum í hálsi, hita og andremmu.

Hvað er til ráða?Leita skal læknis ef einkennin eru viðvarandi, þeim fylgir hár hiti eða ef útbrot koma fram. Greining læknisins byggist svo á einkennum. Stundum er tekið hálsstrok í skyndipróf fyrir ákveðna streptókokkategund sem er meðhöndluð með sýklalyfi.Yfirleitt stafar engin hætta af hálsbólgu og hún hverfur að öllu jöfnu innan viku. Hins vegar getur hálsbólga haft aðra sjúkdóma í för með sér, til dæmis:hálsbólgu af völdum keðjukokka (streptókokka) sem getur valdið útbrotum (skarlatssótt).Kýli geta myndast á hálskirtlum, yfirleitt öðrum megin.EyrnabólguKinnholubólguEinstaka sinnum kemur gigtsótt (e. rheumatic fever) eða nýrnasjúkdómur (e. glomerulonephritis) sem er sérstök tegund bólgusjúkdóms í nýrunum.

Hver er meðferðin og hvaða lyf eru í boði?Oftast er bara beðið átekta og séð til hvort einkennin hverfi ekki fljótlega. Hálsbólga af völdum bakteríu er hins vegar stundum meðhöndluð með sýklalyfjum. Það er engin lyfjameðferð við hálsbólgu af völdum veira. Óþægindin við hálsbólgu má hins vegar oft lina með volgum drykkjum og með því að halda sig að mestu við fljótandi fæði. Gott er að drekka nóg af vatni.

Heimild: doktor.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum