fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
FókusKynning

Íslensk hreinsiefni sem vinna á myglu í húsum

Kynning

Mosey, Hellismýri 14, Selfossi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. september 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mosey er lítið fyrirtæki á Selfossi með mikla sérstöðu en í húsakynnum þess eru framleidd hreinsiefni sem vinna á myglu og örverum – sem eru sívaxandi vandamál í húsum hér á landi. Hreggviður Davíðsson hefur veg og vanda af þessari merku starfsemi en auk hans starfar sambýliskona hans, Guðrún Harðardóttir, með honum í fyrirtækinu en eigendur þess eru alls fjórir. Mosey framleiðir ýmsar gerðir af sérhæfðum hreinsiefnum með fyrrgreindum eiginleikum. Vörurnar eru seldar vítt og breitt um landið og sala á þeim fer sífellt vaxandi. En hvernig kom það til að Hreggviður fór að framleiða þessi hreinsiefni?

„Ég er byggingameistari og bjó erlendis í um 17 ár. Ég tók meistaraskólann í Svíþjóð til að verða samkeppnishæfur við Svíana. Síðan kom upp myglufaraldur í Svíþjóð upp úr 1990. Ég tók virkan þátt í þeirri umræðu sem af þessu spratt og kynntist náið ýmsum byggingargöllum sem tekið var á. Ég veiktist síðar sjálfur hastarlega vegna húsamyglu og það leiddi til þess að ég flutti aftur heim og hóf síðar þessa starfsemi. En þarna úti í Svíþjóð tók ég að stúdera eðlisfræði húsa. Ég á vin úti í Svíþjóð sem er efnaverkfræðingur og saman tókum við að velta því fyrir okkur hvað hægt væri að gera fyrir fólk sem á við svona vandamál að stríða. Síðan þróaðist þetta áfram hjá mér.“
Mosey fær grunnefnið að hluta til frá samstarfsaðilum sem framleiða hreinsiefni en síðan bætir hann úti í efnið og lagar til eins og hentar í hans vöru. Blöndurnar hans eru byggðar á áralöngum athugunum Hreggviðs sem hófust úti í Svíþjóð.

Sem dæmi um virkni efnanna frá Mosey segir Hreggviður:
„Ég bjó til hreinsi sem heitir Sturtu-, bað- og flísahreinsir. Hann ræður bæði við kísilinn og öll óhreinindi. Þar á meðal er mygla sem fólk upplifir sem brúnbleika slikju sem kemur í sturtuklefana. Þetta er mygla sem nærist á fitu. Ef fólk þrífur sturtuklefann með þessum hreinsi og úðar síðan inn í hann efni sem heitir myglueyðir, þá þarf það að þrífa sturtuna sína svona fjórum sinnum sjaldnar en ella.“

Meðal annarra hreinsiefna sem Mosey framleiðir eru ofnahreinsir, fjölnotahreinsir og handsótthreinsir. Fyrirtækið hefur verið starfandi á þriðja ár og segir Hreggviður að sífellt fleiri notfæri sér þessar vörur. Þær eru seldar á eftirfarandi sölustöðum:

Húsasmiðjan, Málningarverslun Íslands við Vatnagarða, Málningarbúðin Ísafirði, Slippfélagið, Þín verslun, Tálknakjör og Lyfjaver.

Hreggviður starfar líka sem ástandsskoðunarmaður fasteigna. Fólk sem á við mygluvandamál í húsum að stríða leitar
oft til hans um góð ráð: „Fólk sem orðið er veikt af myglu og öðru snýr sér oft til mín og ég reyni að greiða götu þess,“ segir Hreggviður.

Mosey er staðsett að Hellismýri 14, Selfossi. Fólk sem hefur áhuga á leita til Hreggviðs með ástandsskoðun á fasteign í huga, á við mygluvandamál að stríða eða vill fræðast nánar um hreinsivörurnar, getur hringt í síma 865-8076 eða sent fyrirspurn á hreggvidur@mosey.is. Heimasíða fyrirtækisins er á slóðinni mosey.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
Kynning
16.06.2023

Þúsundir Mosfellinga hafa nýtt sér aðstöðuna hjá Eldingu Líkamsrækt

Þúsundir Mosfellinga hafa nýtt sér aðstöðuna hjá Eldingu Líkamsrækt
Kynning
04.05.2023

Frábær tilboð í tilefni af afmæli BAUHAUS

Frábær tilboð í tilefni af afmæli BAUHAUS