fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FókusKynning

Bistro staðurinn Laundromat er með þvottavélaaðstöðu

Kynning

Þvottaefni selt á staðnum – Geysistórt barnaleiksvæði og ljúffengur matur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laundromat er afar vinsælt bistróstaður í Austurstræti sem bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar sækja í stríðum straumum. Eitt sem gefur Laundromat mikla sérstöðu er þvottahús á neðri hæðinni sem fólk notar mikið og fær sér kaffibolla eða eitthvað að borða á meðan það bíður þess að þvotti ljúki. Sólveig Gísladóttir, vaktstjóri Laundromat, segir að fólk geti komið hvenær sem er þegar staðurinn er opinn til að þvo þvott.

Fullkomin þvottaaðstaða

„Við erum með fullkomna þvottaaðstöðu á neðri hæðinni þar sem viðskiptavinir hafa aðgang að fjórum þvottavélum og fjórum þurrkurum. Fólk kemur á barinn og kaupir þvottapeninga til þess að fá aðgengi í vélarnar,“ segir Sólveig. „Viðskiptavinir geta líka keypt þvottaefni ef það er ekki með slíkt sjálft. Hugsunin er sú að fólk bjargi sér sjálft: það er í raun bara sjálfsafgreiðsla en þjónar á vakt eru að sjálfsögðu alltaf reiðubúnir að veita aðstoð ef þess þarf,“ segir hún. „Það er nánast aldrei bið hjá okkur,“ segir Sólveig í framhaldinu. Sólveig segir viðskiptavini geta þvegið þvott hvenær sem er á opnunartíma svo framarlega þvottaprógrammið klárist fyrir lokun staðarins.

Getur notið veitinga kaffihússins á meðan þvottavélarnar vinna

Laundromat er, eins og áður sagði, bistró sem býður upp á létta rétti sem gjarnan eru pantaðir í hádeginu en einnig er í boði íburðarmeiri matur eins og lax og steikarsamlokur sem vinsælla er að panta sér á kvöldin. „Staðurinn er þó einna þekktastur fyrir rómaðan morgunverð sem er í boði frá kl. 08.00 á morgnana til 11.30 á virkum dögum og brönsinn sem er borinn fram frá kl. 09.00 til 15.00 um helgar. „Það er því tilvalið fyrir fólk að fá sér eitthvað að borða og nýta þar með tímann betur á meðan þvottavélarnar klára prógrammið,“ segir Sólveig. „Annars er gott jafnvægi milli erlendra ferðamanna og Íslendinga í gestaflóru staðarins,“ segir Sólveig. Laundromat er ekki síst þekkt fyrir geysistórt barnaleiksvæði á neðri hæðinni svo staðurinn er mjög vinsæll hjá barnafjölskyldum. „Foreldrar stærri barna geta því setið ótruflaðir á efri hæðinni á meðan börnin una sér á leiksvæðinu. Það eru líka borð niðri svo foreldrar geta setið og borðað og haft auga með krökkunum á sama tíma,“ segir Sólveig. Staðurinn er opnaður kl. 08.00 á morgnana og er opinn til kl. 23.00 á kvöldin nema á fimmtudögum og föstudögum, en þá er opið til miðnættis. Á laugardögum er opið frá kl. 09.00 til miðnættis og á sunnudögum til kl. 23.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum