fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Jóhannes á Borg glímdi við birni og jiujitsu-stjörnur

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. mars 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Jósefsson er einna þekktastur fyrir að reisa Hótel Borg og reka það í þrjátíu ár. Var hann kallaður Jóhannes á Borg eftir það. Áður en Jóhannes var í hótelbransanum ferðaðist hann um Evrópu og Ameríku og sýndi glímu. Einnig var hann einn af fyrstu keppendum Íslands á Ólympíuleikunum.

Glímdi við skógarbirni

Jóhannes var fæddur á Oddeyri á Akureyri árið 1883 í fátækt. Hann hélt til Noregs til að læra verslunarfræði, kynntist þar ungmennafélagsandanum og hóf að keppa í glímu af miklum móð. Jóhannes varð glímukóngur Íslands árin 1907 og 1908 og keppti á sumarólympíuleikunum í London árið 1908 í grísk-rómverskri glímu. Þetta voru fyrstu leikarnir sem Íslendingar tóku þátt, þá með danska keppnisliðinu og sýndu þeir einnig fangbrögð á leikunum.

Ekki var Jóhannes mikið á Íslandi á þessum árum því hann ferðaðist um heiminn og sýndi íslenska glímu í nærri tvo áratugi. Jóhannes ferðaðist með ýmsum sirkusum, jafnvel heimsþekktum eins og Barnum og Bailey-sirkusnum. Ungmennafélagsandinn var nú ekki alltaf í hávegum hafður í þessum sýningum og glímdi hann til að mynda við skógarbirni.

Íslenska glíman betri en jiujitsu

Árið 1909 skrifaði Jóhannes dagblaðinu Ísafold bréf frá Sankti Pétursborg, þar sem hann sagði frá rimmum sínum við rússneska glímumenn. Sýndi hann þá í Circus Ciniselli, sem er sirkussafn í dag. Sérstaklega minntist hann rimmu við Kósakka að nafni Pliskov sem bar rýting og skammbyssu við belti og hafði ferðast langa leið til að kljást við Jóhannes. „Viðureignin stóð í gærkveldi og lá Kósakkinn eftir 2 mín. og 3 sek. Skrambi hnellinn náungi, en illa að sjer í íslenskum brögðum!“

Jóhannes vakti athygli hvert sem hann fór fyrir glímuna, sem þótti afbragðs sjálfsvörn og fremri öðrum bardagalistum. Í Evening Times segir frá viðureign Jóhannesar við Diabutzu, sem var einn allra fremsti jiujitsu-meistari heims. „Japaninn fékk ekki einu sinni tíma til að átta sig á að hann stæði á leiksviðinu fyrr en búið var að leggja hann á bakið.“
Jóhannes auðgaðist á ferðum sínum um heiminn og gat lagt til fé til að byggja Hótel Borg árið 1928. Hann settist í helgan stein árið 1960 og lést átta árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 18 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum