fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Íslendingur beittur harðræði og ofbeldi af spænsku lögreglunni: „Átti að handtaka mig því ég var ekki með kvittun

Auður Ösp
Mánudaginn 3. ágúst 2020 20:46

Lögreglumenn á vegum Guardia Civil. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Sigurðsson var búsettur á Spáni síðastliðinn vetur, þegar strangt útgöngubann var í gildi og lögreglueftirlit gríðarlegt. Hann fékk þá að kynnast hörku spænsku lögreglunnar af eigin raun.

Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr kór­ónu­veirufar­ald­rinum. Yfir milljón manns hafa greinst með Covid-19 í landinu og ríflega 28 þúsund hafa látist. Sóttvarnaryfirvöld á Íslandi, Noregi, Bretlandi og Þýskalandi hafa mælt gegn ferðalögum til landsins.

Afar strangt útgöngubann var í gildi á Spáni frá miðjum mars og fram í maí. Slakað var á banninu í áföngum í maí þegar tilfellum tók að fækka en fjarlægðartakmörk og notkun gríma voru þó áfram í gildi. Landa­mæri Spán­ar voru síðan opnuð fyr­ir ferðamönn­um frá lönd­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og Schengen-svæðis­ins þann 21. júní síðastliðinn, í þeirri von að ferðafólk tæki að streyma til landsins. Undanfarna viku hefur smitum farið fjölgandi og er staðan einna verst í Katalóníu, þar sem samkomuhöft hafa verið innleidd á ný.

Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr kór­ónu­veirufar­ald­rinum. Ljósmynd/The Local

Skylda að fá kvittun í matvörubúðinni

Hallgrímur dvaldi á Spáni sér til heilsubóta síðasta vetur en hann kom aftur til Íslands fyrir rúmlega tveimur vikum.

„Ég er öryrki og var að láta hitann fara vel með mig. Ég ætlaði að koma heim seinnipartinn í apríl, en Covid ruglaði öllu,“ segir Hallgrímur í samtali við DV en hann dvaldi skammt fyrir utan Torrevieja á Costa Blanca svæðinu sem hefur verið vinsæll áfanga og búsetustaður á meðal Íslendinga undanfarin ár.

Í lok mars síðastliðinn varð Hallgrímur fyrir harkalegu ofbeldi af hálfu spænsku lögreglunnar (Guardia Civil.)  Á þeim tíma var strangt útgöngubann í fullu gildi og allar verslanir lokaðar, fyrir utan mat­vöru­verslanir og aðrar nauðsynjarverslanir. Skylda var að halda sig innan veggja heimilisins og fólk mátti eingöngu heimili sitt til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Þá var skylda að geta framvísað kassakvittun fyrir þeim kaupum.

Þann 31.mars fór Hallgrímur út á bensínstöð til að kaupa tóbak. „Ég var síðan á leiðinni heim og var á rafmagnshlaupahjóli. Þá var ég stoppaður og þeir fóru að róta í pokanum og sögðu að það væri engin kvittun. Ég var spurður hvaðan ég væri að koma og hvar ég ætti heima. Ég sagði þeim það, en þeir voru lélegir í ensku og náðu ekki heimilisfanginu mínu. Ég var með mynd af heimilisfanginu í símanum. Ég opnaði myndina í símanum og rétti símann að þeim. Þá fékk ég hnefahögg á fullu afli í öxlina, af því að höndin og síminn voru komin innan við tvo metrana. Svo var ströglað og ströglað og ég fékk annað högg í öxlina. Einn af þeim var farinn að pakka rafmagnshlaupahjólinu mínu saman til að setja í skottið á löggubílnum. Það átti semsagt að handtaka mig af því ég var ekki með kvittun.“

Spænskir lögreglumenn. Ljósmynd/EWN

Hallgrímur segist þá hafa beðið lögreglumennina að koma með sér á bensínstöðina, sem var í rúmlega 300 metra fjarlægð og í sjónfæri. Það hafi þeir loks samþykkt en þegar þangað var komið neitaði afgreiðslumaðurinn að afhenda kvittunina. Lögreglumennirnir áttu í kjölfarið í einhverjum orðaskiptum sín á milli.

„Þá töluðu þeir saman í sirka 10 mínútur og sögðu svo: „Þú mátt fara.“

Leið eins og geimveru

Engin eftirmáli var af þessu atviki en Hallgrímur segir að þetta þó ekki eina skiptið sem hann hafi orðið fyrir harkalegri framkomu af hálfu spænsku lögreglunnar.

„Það er allt í lagi að fólk sem er að kvarta undan ástandinu á Íslandi viti hvernig þetta var á Spáni. Þar fékk ég ekki að fara út í búð nema ég væri með grímu og hanska og spritta mig við innganginn. Það fékk enginn að fara inn í verslun nema með kerru en kerran passar að fólk sé ekki ofan í hvort öðru. Spánarbúar voru duglegir að passa tveggja metra regluna.“

Hann segir að sér hafi brugðið talsvert þegar hann kom til Íslands fyrir tveimur vikum, enda voru þá töluvert meiri tilslakanir á sóttvarnarreglum hérlendis heldur en á Spáni. Hann var þá orðinn vanur því að þurfa ávallt að vera með grímu og hanska á almannafæri. Þegar til Íslands var komið var annað uppi á tengingum.

„Ég fór út í búð og þar voru allir ofan í öllum og engin með grímu eða hanska, ekki einu sinni starfsfólkið. Ég var eins og geimvera. Svo er núna verið að mæla með að fólk passi sig hérna og hugsanlega á að herða reglur. Það þarf að taka þetta alla leið, ekki bara „kanski“ eða „hugsanlega.“ Íslendingar sem koma að utan þurfa að fara í tvöfalt test þegar þeir koma hingað, á meðan útlendingar valsa um án skoðunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla