fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fréttir

Síða fyrir ferðamenn sem vilja fá að vera allsberir: „Ekki glápa því þá verður þú álitinn pervert.“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 5. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir fara erlendis í ferðalög til að slappa af, borða góðan mat, spila golf eða fara í vatnsrennibrautagarða. Aðrir fara til þess að geta verið allsberir í friði. Deilihagkerfissíðan AirBnB var bylting og gerði mörgum kleift að ferðast sem annars hefðu ekki átt þess kost. Nú er komin sambærileg síða fyrir þá sem vilja fá að vera naktir.

 

Eignirnar hrúgast inn

Síðan heitir NaturistBnB og var komið á laggirnar af finnsku hjónunum Petri og Minna Karjalainen. Þau hafa verið virk í nektarlífsstílnum í tuttugu ár og áttuðu sig á því að það var gat í ferðamarkaðinum. Þau höfðu sjálf reynt að bjóða upp á valfrjálsa fatavist á AirBnB en án árangurs.

„Ég held að þetta sé mjög gott tækifæri til að fara til athyglisverðra staða og dvelja með fólki sem hugsar á sama hátt. Okkur fannst það svalt ef það væri til bókunarsíða, alveg eins og AirBnB, sem væri helguð þessum lífsstíl“ sagði Petri í samtali við bandarísku fréttatofuna CNN.

Síðan var opnuð fyrir tveimur vikum síðan og þegar eru komnar 135 eignir inn á hana frá öllum heimshornum, tréhús og ein snekkja. Flestar eignirnar eru í suðurhluta Evrópu í námunda við vinsælar nektarbaðstrendur. Engar íslenskar eignir eru komnar inn á vefinn eins og er. Petri segir:

„Þessar litlu eignir í miðjum borgum eru uppáhaldið mitt eins og er. Það eru nokkrar komnar í London, Amsterdam og New York.“

 

Bannað að glápa og taka myndir

Það gefur auga leið að fólki er frjálst að vera nakið í þessum íbúðum en engu að síður eru regluverk í kringum þær en þær reglur eru þekktar í heimi nektarfólks. Hér eru nokkur dæmi:

„Þú verður ávallt að hafa handklæði meðferðis. Handklæðið setur þú undir þig hvar sem þú sest eða leggst niður. Alltaf nota handklæði!“

„Myndatökur eru bannaðar. Sumir vilja ekki enda allsberir í myndaalbúminu þínu.“

„Í fataheiminum er það er talið mjög dónalegt að glápa á líkama fólks á meðan þú talar við það. Í nektarheiminum á þetta sérstaklega mikið við. Haltu augnsambandi við þann sem þú talar við.“

„Ekki glápa því þá verður þú álitinn pervert.“

Í reglunum er einnig sérstaklega fjallað um hvað skuli gera ef karlmenn fá holdris.

„Þetta er reyndar mjög óalgengt, jafn vel hjá þeim körlum sem eru nýir í lífsstílnum. Ef þetta gerist þá skaltu hylja þig með handklæðinu. Þú manst að þú átt alltaf að hafa handklæði? Ef þú ert í sólbaði skaltu snúa þér á magann. Ef þú sérð einhvern sem er viljandi að sýna standpínuna sína, láttu gestgjafann vita. Þeir vita hvernig á að sjá um svoleiðis mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðingi Freyju dæmdur í ævilangt fangelsi

Morðingi Freyju dæmdur í ævilangt fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðingi Freyju var líklegur til að beita nákomna ofbeldi – Mjög hættulegur samkvæmt geðlæknum

Morðingi Freyju var líklegur til að beita nákomna ofbeldi – Mjög hættulegur samkvæmt geðlæknum