fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Rússar beittu óhugnanlegu vopni í nótt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. janúar 2026 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar beittu háþróuðu Oreshnik-flugskeyti í árás á Úkraínu í nótt, en vopnið sem um ræðir getur náð yfir 12 þúsund kílómetra hraða. Í frétt The Guardian kemur fram að rússneski herinn hafi staðfest notkun flugskeytisins í morgun.

Árásin var gerð í vesturhluta Úkraínu, ekki langt frá landamærum Póllands. Sögðu yfirvöld í Moskvu að um hafi verið að ræða hefnd fyrir meinta drónaárás Úkraínuhers á híbýli Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta undir lok síðasta árs – ásökun sem bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn segja að sé röng.

Utanríkisráðherra Úkraínu segir að notkun Oreshnik-flaugarinnar svo nærri landamærum ESB og NATO feli í sér „alvarlega ógn“ við öryggi Evrópu og hvatti hann samstarfsríki til að auka þrýsting á rússnesk yfirvöld.

Ekki liggur fyrir hvert skotmark Rússa var en í frétt Guardian kemur fram að óstaðfestar færslur á samfélagsmiðlum hermi að árásin hafi beinst að stórri neðanjarðargeymslu fyrir gas.

Rússar hafa aðeins einu sinni notað Oreshnik-flugskeyti á vígvellinum, en það gerðist síðast í nóvember 2024.

Talið er að flugskeytið sem þá var notað hafi ekki verið búið sprengioddum og benda fyrstu upplýsingar til þess að flaugin sem notuð var í nótt hafi verið eins. Skotið hafi því í raun verið táknrænt og átt að sýna hernaðarmátt Rússa fremur en að valda miklu tjóni.

Pútín hefur ítrekað vísað til Oreshnik-flaugarinnar undanfarna mánuði og hefur hann varað við því að hún gæti verið notuð gegn ríkjum sem afhenda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar sem ná langt inn í Rússland.

Hefur Pútín sagt að ómögulegt sé að granda þessari meðaldrægu stýriflaug vegna hraða hennar og að líkja megi eyðileggingarmætti hennar við kjarnorkuvopn.

Rússneskar hersveitir gerðu einnig árásir í nótt á Kænugarð og lentu sprengjur meðal annars á íbúðabyggingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð