fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV um lokun gistiheimilisins Langahlíð Guesthouse og hremmingar konu sem hafði tekið húsið á leigu fyrir sextugsafmæli sitt um næstu helgi vöktu mikla athygli. Núna er búið að leysa málið farsællega.

Sjá einnig: Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Konan bókaði gistinguna í janúar en rekstraraðili er Berglind Saga Bjarnadóttir, öðru nafni Saga B, þekktur áhrifavaldur og rappari. Samkvæmt heimildum DV hefur hún boðið upp á bókanir beint í gegnum sig á hagstæðari kjörum en fást í gegnum Booking.com. Konan greiddi helming verðsins fyrirfram eða 280 þúsund krónur. Ætlaði hún að halda upp á sextugsafmæli sitt á staðnum og bókaði gistinguna fyrir afmælisgesti. Gerðist þetta í gegnum tölvupóstsamskipti sem gengu greiðlega. Þegar konan hafði síðan samband við Sögu aftur í lok maí bárust engin svör. Slökkt var á farsíma Sögu og Reykjavík Guesthouse og hún svaraði ekki tölvupóstum.

Þegar konan náði ekki sambandi við neinn ók hún að gistiheimilinu til að kanna aðstæður og sá þá að fest hafði verið tilkynning utan á það þess efnis að húsinu hefði verið lokað af óviðráðanlegum aðstæðum. Tilkynningin var á ensku.

Óviðráðanlegir erfiðleikar

Saga B hafði samband við DV eftir birtingu fréttarinnar og lýsti óviðráðanlegum erfiðleikum sem leitt hefðu til lokunarinnar og sambandsleysisins í kjölfarið. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um málið frekar í frétt en einhenti sér í það að hafa samband við konuna og bæta henni skaðann.

Tryggingagjaldið, 280 þúsund krónur, var síðan millifært í dag inn á reikning konunnar sem hafði tekið húsið á leigu. Konan lýsir í samtali við DV ánægju með þessi málalok og segist einnig hafa upplifað sterk viðbrögð við fréttinni:

„Ég er snortin af mætti fjölmiðla. Fréttin vakti gífurleg viðbrögð og margir höfðu samband og vildu hjálpa okkur í þessum aðstæðum. Ég er líka ánægð með framkomu Berglindar sem var mjög elskuleg og endurgreiddi trygginguna fúslega. Ég óska henni alls hins besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu