fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. maí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notendur Netflix munu síðar í þessum mánuði fá uppfært notendaviðmót og er um að ræða fyrstu stóru breytinguna í yfir áratug.

Nýja uppfærslan kallast Eclipse og byrjar hún að rúlla út á heimsvísu frá og með 19. maí næstkomandi. Verður hún aðgengileg á flestum snjallsjónvörpum og tækjum á borð við Apple TV.

Ein helsta breytingin er sú að valmyndir verða nú efst á skjánum í stað þess að vera í hliðarstiku, en þetta á að gera notendum kleift að vafra um Netflix með skilvirkari og hraðari hætti. Á þetta til dæmis við um valmyndir þar sem hægt er að leita að efni eða skoða sjónvarpsþætti eða kvikmyndir.

Þegar notendur sveima yfir ákveðna titla munu þeir stækka og sýna stutt yfirlit yfir til dæmis lengd, verðlaun eða vinsældir. Loks má nefna nýtt persónulegt svæði þar sem notendur geta vistað efni, fengið áminningar um væntanlegt efni og fylgst með því sem þeir eru að horfa á.

Forsvarsmenn Netflix segja að nýja uppfærslan sé „persónulegri“ en sú fyrri og starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið að því hörðum höndum að bæta notendaviðmót þessarar vinsælu streymisveitu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri