fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. maí 2025 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Joensen Creed, maður á sextugsaldri, var þann 12. maí, sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn 15 stúlkum undir lögaldri.

Brotin varða kynferðislega áreitni gegn barni og brot vegna barnaverndarlögum en um var að ræða rafræna áreitni þar sem Brynjar viðhafði kynferðislegt tal við börnin, sendi þeim klámfengnar myndir og reyndi að fá þau til að senda sér kynferðislegar myndir af sjálfum sér. Fóru þessi samskipti fram í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat.

Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021.

Brynjar afplánar nú sjö ára fangelsisdóm fyrir brot sem sum hver eru enn alvarlegri og varða nauðgun í einhverjum tilvikum. Rannsókn á brotum hans hefur verið gífurlega umfangsmikil en skipta brotin tugum.

Brynjar bar við í málsvörn sinni að hann hafi ekki hugsað út í aldur viðmælenda sinna og ekki vitað hvað stúlkurnar væru gamlar. En ýmislegt í gögnum málsins gefur vísbendingu um að honum hafi mátt vera fullljós ungur aldur viðmælenda sinna. Meðal annars kemur þetta fram:

„Í málinu liggja fyrir hljóðskilaboð, líkt og áður greinir. Við hlustun þeirra er fullljóst, að mati dómsins, að ætla má að sú sem þar talar sé barnung að aldri auk þess
sem orðfæri brotaþola var með slíkum hætti. Af fyrirliggjandi gögnum verður ráðið að ákærði hafi viðhaft kynferðislegt tal við C á tilgreindu tímabili og sent henni kynferðislegar myndir af berum kynfærum karlmanns, líkt og greinir í ákærukaflanum.“

Brynjar var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir þessi brot. Hann var auk þess dæmdur til að greiða samtals um 15 milljónir króna í miskabætur til 15 brotaþola. Auk þess þarf hann að greiða nokkuð yfir eina milljón í málskostnað.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp