fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. apríl 2025 10:30

Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Auðunn Pétursson, maður á sjötugsaldri, hefur nú öðru sinni verið ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot. Fyrir um tveimur árum var hann dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu á 125 milljóna króna sekt vegna brota í rekstri fyrirtæksisins Work North sem hann var í forsvari fyrir. Hafði Þorsteinn ekki staðið skil á staðgreiðslu skatta og virðisaukaskatti fyrir hluta af rekstrarárunum 2018, 2019 og 2020.

Work North ehf vakti landsathygli árið 2017 þegar félagið hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar, en Akraneskaupstaður fékk fyrirtækið til að rífa niður mannvirki Sementsverksmiðjunnar. Verkefnið gekk ekki áfallalaust fyrir sig og mistókst ítrekað að fella niður fjögur síló á lóð Sementsverksmiðjunnar með sprengjum. Kom í ljós að vanmetið hafði verið hve járnbent mannvirkið var.

Work North var lýst gjaldþrota árið 2023 og nam gjaldþrotið yfir 400 milljónum króna.

Þorsteinn er núna ákærður fyrir brot gegn skattalagabrotum og almennum hegningarlögum í rekstri fyrirtækisins WN. Er hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir hluta af rekstrarárinu 2022 og nema vanskilin tæplega 20 milljónum króna.

Hann er ennfremur sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir hluta af rekstrarárunum 2020, 2021 og 2022. Nema þau vanskil rúmlega 56 milljónum króna og meint skattsvik samtals nema rúmlega 76 milljónum króna.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 30. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri