fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær konur voru í gönguferð með Maltese hunda annarrar þeirra á Hólmsheiði í gær. Gengu þær fram á karlmann á breyttum jeppa sem var búinn að keyra um svæðið og tæta það upp. 

Hundarnir voru í lausagöngu og segir önnur þeirra hundana hafa verið hætt komna vegna aksturs mannsins.

„Ég er í svo miklu sjokki vinkona mín var með Maltese hundana sína í lausagöngu á Hólmsheiði í gær þar var maður á breyttum stórum jeppa að tæta upp svæðið hann var næstum búinn að keyra yfir hunda frá henni með gáleysislegum akstri sem er bannaður þarna. Svo hélt hún áfram göngu sinni og þegar hún snýr til baka þá var hann enn að spæna upp svæðið svo að hún forðaði sér bara heim. Við erum með bílnúmerið og vídeóið segir allt sem segja þarf!!!“

segir Íris Vanja Valgeirsdóttir í færslu í Facebook-hópnum Hundasamfélagið. Í myndbandinu má sjá djúp og löng hjólför eftir akstur mannsins.

Í samtali við DV segir Íris þær vinkonurnar ekki hafa haft nein samskipti við ökumanninn. Vinkona hennar hafi verið með fimm hunda og einn þeirra hafi farið einu sinni undir bílinn. 

„Hún fattaði ekki að tilkynna þetta fyrr en hún kom heim hún var í svo miklu sjokki,“ segir Íris sem segir lögregluna hafa þakkað vinkonu hennar fyrir ábendinguna, en ekki haft samband aftur. 

Samkvæmt 1. málsgrein 31. greinar náttúruverndarlaga er akstur vélknúinna ökutækja utan vega óheimill. Sektir eða fangelsi geta legið við slíku athæfi samkvæmt 90. grein laganna. Umhverfisstofnun tekur við ábendingum um akstur utan vega, bæði atvikum þar sem fólk hefur orðið vitni að akstri en einnig ef fólk telur sig hafa fundið nýleg för í náttúru landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst