fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 07:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem lést í Garðabæ síðastliðinn föstudag er sagður hafa fengið fyrir hjartað snemma dags á föstudag. 28 ára dóttir mannsins situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins sem að óbreyttu rennur út á morgun.

Í umfjöllun Vísis um málið nú í morgunsárið kemur fram að eiginkona mannsins hafi haft samband við Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður af völdum hjartaáfalls. Hann var fluttur á Landspítalann í kjölfarið þar sem hann lést.

Í umfjöllun DV í gær kom fram að fjölskyldan sé talin vel efnuð og ekki með nein tengsl við undirheima eða afbrot. Fólkið býr í glæsilegu einbýlishúsi í Garðabæ. Nágrannar fjölskyldunnar sem DV hefur leitað til hafa ekki viljað tjá sig um málið vegna náinna tengsla og hve viðkvæmt málið er.

Rannsóknin beinist að því hvort dóttirin hafi átt þátt í dauða föður síns og hefur Vísir eftir heimildum sínum að fólk sem þekkir til fjölskyldunnar hafi haft áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína að undanförnu. Hún hafi sýnt af sér hegðun sem megi flokka sem „allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi“ eins og það er orðað í frétt Vísis.

Eins og komið hefur fram var dóttir mannsins handtekin á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy