fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. mars 2025 11:29

Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Kristinsson verður nýr mennta- og barnamálaráðherra. Tilkynning hefur ekki borist en RÚV greinir frá því að hafa heimildir fyrir þessu.

Halla Tómasdóttir veitir Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti ráðherra klukkan 15:00 í dag, á fyrri ríkisráðsfundi dagsins. Nýr ráðherra verður skipaður korteri seinna.

Guðmundur Ingi hefur staðið þétt við hliðina á Ingu Sæland formanni Flokks fólksins lengi. Hann var kjörinn á þing árið 2017. Eftir að tveir þingmenn voru reknir úr flokknum eftir Klausturbarsskandalinn stóðu Inga og Guðmundur Ingi um tíma ein eftir í þingflokknum.

Guðmundur Ingi er nú þingflokksformaður en búist er við því að Ragnar Þór Ingólfsson taki við þeirri stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“