fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 11:00

Lögreglustöðin á Selfossi. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru átta handtekin í gær, sjö karlar og ein kona, í tengslum við andlát manns sem fannst þungt haldinn í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu síðar á sjúkrahúsi en á honum voru áverkar sem benda til þess að hann hafi þolað miklar barsmíðar, spörk og tröðkun.

Maðurinn var á sjötugsaldri og var frá Þorlákshöfn.

Sjá einnig: Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri – Líkið fannst í Gufunesi

Þremur sem handteknir voru í gær var sleppt í dag. Aðrir þrír eru síðan taldir vera höfuðpaurar í málinu. Reynt var að þvinga manninn til að millifæra þrjár milljónir króna en hann neitaði því. Var honum þá misþyrmt.

Bíll sem lögregla hefur haldlagt er núna til rannsóknar, hann er rannsakaður gaumgæfilega að innan og tekinn í sundur.

Samkvæmt heimildum DV má búast við því að gæsluvarðhaldsúrskurðir verði kveðnir upp í málinu við Héraðsdóm Suðurlands eftir hádegi í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn
Fréttir
Í gær

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“
Fréttir
Í gær

Þykir ekki mikið til skýringa Rósu koma – „Óskýrara verður orðasalatið varla“

Þykir ekki mikið til skýringa Rósu koma – „Óskýrara verður orðasalatið varla“
Fréttir
Í gær

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna