fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV fannst karlmaður þungt haldinn á leikvelli í Gufunesi í Grafarvogi í morgun og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Er málið rannsakað sem mögulegt manndrápsmál. Maðurinn er á sjötugsaldri.

Miklir áverkar voru á manninum og samkvæmt heimildum DV eru árásarmennirnir grunaðir um að hafa beitt hann miklum barsmíðum og traðkað á honum. DV hefur hvað sem því líður ekki upplýsingar um dánarorsök.

Um handrukkun var að ræða og neitaði maðurinn að verða við kröfum árásarmanna um að millifæra mikið fé á tiltekinn aðila, svo nemur einhverjum milljónum króna.

Maðurinn er frá Suðurlandi, DV hefur ekki staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hvar á Suðurlandi hann bjó, en það gefur ákveðnar vísbendingar að lögregluaðgerðir hafa staðið yfir vegna rannsóknar málsins í Þorlákshöfn í dag.

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu um málið fyrr í dag og kom þar meðal annars fram að fimm eru í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar:

„Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Rannsókn málsins er á frumstigum og er málið rannsakað sem manndráp. Fimm aðilar eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við DV fyrr í dag að frekari upplýsinga frá lögreglu um málið væri að vænta á morgun.

Fréttinni hefur verið breytt. Nokkur atriði í henni voru ekki rétt í gær og er beðist velvirðingar á því. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Það sem Gunnar Smári vildi að Kristrún hefði sagt í Ásthildarmálinu – „En því miður kom bara eitthvert mjálm“

Það sem Gunnar Smári vildi að Kristrún hefði sagt í Ásthildarmálinu – „En því miður kom bara eitthvert mjálm“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Andra Snæ brugðið þegar hann fletti nafninu sínu upp

Andra Snæ brugðið þegar hann fletti nafninu sínu upp
Fréttir
Í gær

Vilja banna kyrkingaklám – „Er að hafa skaðleg áhrif á börn og samfélagið allt“

Vilja banna kyrkingaklám – „Er að hafa skaðleg áhrif á börn og samfélagið allt“
Fréttir
Í gær

Mátti bara nefna einn kvilla hjá heimilislækni – „Á ég sjálf að ákveða hvað er alvarlegast af þeim kvillum sem mig hrjá?“

Mátti bara nefna einn kvilla hjá heimilislækni – „Á ég sjálf að ákveða hvað er alvarlegast af þeim kvillum sem mig hrjá?“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð til þegar tvær konur slógust fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði

Lögregla kölluð til þegar tvær konur slógust fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði