fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Drukknir menn tóku jakka Christine með lyklum og persónuupplýsingum – „Þetta sviptir mig allri öryggistilfinningu“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 17. febrúar 2025 11:00

Christine varð fyrir þjófnaði á pílustaðnum Skor í síðustu viku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollensk kona sem býr á Akureyri varð fyrir þjófnaði á pílustaðnum Skor í síðustu viku. Tveir drukknir menn tóku jakkann hennar með lyklum, hurðaopnurum og upplýsingum. Konan segir að öll öryggistilfinning sé horfin út um gluggann og hún er fyrir miklum vonbrigðum með Ísland sem hún hafði talið einn öruggasta stað í heimi fyrir atvikið.

„Þetta var mjög góður jakki sem ég keypt sérstaklega til að vera í á Íslandi,“ segir Christine Jacqueline Tolman, hollenskur læknir sem flutti til Íslands í nóvember og starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Á miðvikudagskvöld í síðustu viku var Christine ásamt 15 konum úr félagsskapnum Ladies Circle á Skor, nýlega opnuðum pílustað á Glerártorgi á Akureyri. Þær mættu klukkan 21 og byrjuðu að kasta við eitt borðið.

Christine geymdi jakkann sinn á borðinu, sem var beint fyrir framan barinn. Svo færðu þær sig en þá komu tveir mjög drukknir menn, Íslendingar, og fóru að borðinu. Þeir keyptu drykk en fóru mjög snemma, á milli 21:30 og 22:00. Um 22:15 fóru Christine og vinkonur hennar en þá var jakkinn horfinn.

Hundruð þúsunda króna tjón

„Ég hélt að þessir náungar hefðu tekið jakkann fyrir mistök og myndu skila honum aftur. Þeir gerðu það ekki þannig að þetta er ekkert annað en þjófnaður,“ segir Christine sem auglýsti eftir jakkanum á samfélagsmiðlum og tiltók allan skaðann sem þjófarnir hefðu valdið.

Auglýsingin sem Christine birti.

Jakkinn kostaði 45 þúsund krónur, bíllyklarnir að bílaleigubílnum 80 þúsund krónur, hurðaopnari að bílskúr 60 þúsund krónur og bílaopnun 20 þúsund krónur. Samanlagt í kringum 200 þúsund krónur. Þá er ótalinn tími frá vinnu til að sinna bílamálum og tilkynna til lögreglu, sem Christine gerði á fimmtudagsmorgninum. Hún segir að það hafi einnig verið mjög erfitt að komast inn til sín eftir þetta atvik.

Hafa greiðslukortanúmer annars mannsins

Myndbandsupptökuvélarnar á Skor voru ekki komnar í gagnið en á myndbandsupptökum á Glerártorgi sést að mennirnir hafi tekið jakkann og farið með hann inn í leigubíl. Christine gat ekki gefið lögreglu greinargóða lýsingu á mönnunum en það gat barþjónninn, sem taldi þá ekki vera frá Akureyri. Þeir áttu ekki pantað borð en hins vegar höfðu þeir greitt fyrir drykk á barnum og því var hægt að afhenda greiðslukortaupplýsingar til lögreglu.

Auk kostnaðar þá segir Christine að málið hafi kippt öllu öryggi undan henni. Á bíllyklinum hafi staðið hvaða bíl hann gengi að og hvað heimilisfangið sé.

„Þetta sviptir mig allri öryggistilfinningu. Að einhver sé ekki bara með jakkann minn heldur allar upplýsingar um mig,“ segir Christine. „Mér finnst þetta hryllilegt og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég hélt að Ísland  væri eitt öruggasta land í heimi. Einnig eitt heiðarlegasta landið. Ég er fyrir miklum vonbrigðum með menn og drukkið fólk.“

Hræðileg framkoma að skila ekki lyklum

Christine segist einu sinni áður hafa orðið fyrir þjófnaði, það er þegar veskið hennar var hrifsað úr höndunum á henni um miðjan dag. En hún segir að það hafi verið í mjög fátæku landi. Á Íslandi sé mjög hátt atvinnustig og að fólk fái almennt góð laun. Það eigi að geta haft efni á jakka.

„Jafn vel þó þú takir jakka sem brandara eða fyrir mistök eða vegna þess að þér er kalt þá áttu að skila lyklum sem þú finnur. Það er hræðileg framkoma að skila ekki lyklum til lögreglu eða eitthvert annað,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hilmar Þór um heimsmálin: Pútín væri að taka áhættu með því að vingast við Bandaríkjamenn á kostnað Kínverja

Hilmar Þór um heimsmálin: Pútín væri að taka áhættu með því að vingast við Bandaríkjamenn á kostnað Kínverja
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans
Fréttir
Í gær

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra