fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 07:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins í nótt og geta ökumenn vænst þess að vera lengur á leiðinni til vinnu eða skóla vegna þess.

Eitthvað hefur borið á því að ökumenn hafi lent í vandræðum ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var ökumaður stöðvaður þar sem hann komst hvorki lönd né strönd í vetrarfærðinni.

Við nánari skoðun kom í ljós að ökumaðurinn ók um á rennisléttum sumardekkjum. Einnig reyndist ökumaðurinn ekki vera með gild íslensk ökuréttindi. Má hann eiga von á sekt vegna málsins.

Þrír eru vistaðir í fangageymslu lögreglu eftir nóttina og eru alls 47 mál skráð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Í gær

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun
Fréttir
Í gær

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“