

Eitthvað hefur borið á því að ökumenn hafi lent í vandræðum ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.
Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var ökumaður stöðvaður þar sem hann komst hvorki lönd né strönd í vetrarfærðinni.
Við nánari skoðun kom í ljós að ökumaðurinn ók um á rennisléttum sumardekkjum. Einnig reyndist ökumaðurinn ekki vera með gild íslensk ökuréttindi. Má hann eiga von á sekt vegna málsins.
Þrír eru vistaðir í fangageymslu lögreglu eftir nóttina og eru alls 47 mál skráð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.