fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Óttast að Abdallah reyni að komast frá Íslandi eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun gegn ósjálfbjarga stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. október 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem í vor var sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi, um að hann sæti áframhaldandi farbanni fram til 15. janúar 2026, eða þar til endanlegur dómur hefur gengið í máli hans. Maðurinn, Amir Ben Abdallah, hefur áfrýjað nauðgunardómnum til Landsréttar og mál hans verður tekið þar fyrir á næstunni.

Sjá einnig: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Eins og DV greindi frá þann 25. apríl voru leigubílstjórinn Mohamed Ali Chagra og félagi hans, Amir Ben Abdallah, dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Málið vakti mikla athygli og jafnvel ólgu í samfélaginu er greint var frá því í febrúar að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun.

Leigubílstjórinn Mohamed Ali Chagra ók brotaþola í bílskúr í Kópavogi þar sem félagi hans, Abdallah, var búsettur. Um þremur tímum síðar skutlaði Ali Chagra henni heim til foreldra sinna sem hringdu fljótlega í lögreglu.

Brotaþoli greindi frá því að hún hafi verið verulega ölvuð þetta kvöld og mundi slitrótt eftir atvikum. Hún mundi þó skýrt eftir að hafa séð skeggjaðan mann með bringuhár. Hún man eftir að hafa heyrt mennina ræða saman og að á einhverjum tíma hafi annar þeirra verið að eiga við hana samræði. Henni fannst þó eins og þeir hefðu báðir brotið gegn henni en var þó ekki viss.

Báðir sakborningar neituðu sök og báðir reyndu að mála upp mynd af brotaþola sem tálkvendi sem hafi viljandi reynt að fá þá til lags við sig. Ali Chagra sagði að strax í leigubílnum hafi brotaþoli verið með vesen og káfað á honum. Hún hafi heimtað að hann reddaði henni bjór og hann því skutlað henni heim til vinar síns: „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld.“

Svo hefði hann sjálfur farið í Hagkaup að kaupa smokka. Þegar hann kom til baka hafi verið ljóst að brotaþoli og félagi hans væru að stunda kynlíf. Hann hefði svo skutlað brotaþola heim. Fyrir farið rukkaði hann svo brotaþola um rúmar 5 þúsund krónur.

Ótrúverðugur framburður

Abdallah sagði brotaþola hafa ítrekað reynt við hann og hann vikið sér undan því í fyrstu en loks látið undan. Hann sagði að Ali Chagra hefði líka haft samræði við brotaþola.

Báðir mennirnir breyttu framburði sínum ítrekað í yfirheyrslum, allt frá því að neita að brotaþoli hefði komið inn í bílskúrinn yfir í að halda því fram að samræðið hefði verið með samþykki og brotaþoli ekki eins ölvuð og af væri látið.

Dómari taldi þetta draga verulega úr trúverðugleika þeirra. Eins væri ljóst að þó að Ali Chagra neitaði að hafa haft samræði við brotaþola þá ætti stúlkan þó skýra minningu um skeggjaðan mann með bringuhár, en Abdallah hefur engin bringuhár. Þar með hlyti Ali Chagra að hafa fækkað fötum þessa nótt og hefði enga skýringu gefið á því. Loks hefði það ekki getað farið framhjá nokkrum að brotaþoli var ofurölvi þetta kvöld enda hafði hún vart staðið í fæturna þegar hún settist inn í leigubílinn og þegar hún mætti á neyðarmóttöku morguninn eftir mældist enn töluvert af áfengi í blóði hennar.

Voru mennirnir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða brotaþola 1,5 milljónir króna í miskabætur.

Brýnt að tryggja nærveru hans

Embætti héraðssaksóknara krafðist farbanns yfir Abdallah þar sem brýnt væri að tryggja nærveru hans þar til endanlegur dómur í máli hans gengur. Landsréttur á eftir að dæma í máli hans sem hefur verið áfrýjað og hugsanlegt er að eftir það verði sótt um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

Mál hans uppfyllir skilyrði um gæsluvarðhald, enda hefur hann hlotið dóm sem felur í sér fangelsisrefsingu. Hins vegar heimila lög um meðferð sakamála að beitt sé vægara úrræði en gæsluvarðhaldi, meðal annars farbanni, eins og farið er fram á hér.

Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn er útlendingur sem dvalist hefur hér á landi á grundvelli tímabundins dvalarleyfis. Ekkert hafi komið fram um að aðstæður hans hafi breyst að því leyti. Segir héraðsdómur að brýnt sé að tryggja nærveru mannsins á meðan máli hans er ólokið því hætt sé við að hann reyni að komast úr landi eða leynast, eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, verði ekki gerðar ráðstafanir í því skyni.

Landsréttur staðfestir síðan þennan úrskurð héraðsdóms en úrskurðina má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjaðrafok út af heimsókn Kristins til Norður-Kóreu: „Þetta er nú meiri dellan“

Fjaðrafok út af heimsókn Kristins til Norður-Kóreu: „Þetta er nú meiri dellan“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“
Fréttir
Í gær

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg
Fréttir
Í gær

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“