fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. október 2025 15:40

Leikurinn fór úr böndunum vegna drykkju og óláta leikmanna og annarra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltaleikur nemenda Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands, sem haldinn var á Leiknisvellinum í Breiðholti, fór úr böndunum. Mikil drykkja var, meðal annars á leikmönnum liðanna, og ólæti. Áfengi var gert upptækt.

Eins og fram kemur í tölvupósti Sólveigar G. Hannesdóttur, rektors MR, þá hafa skólayfirvöld áhyggjur af aukinni drykkju ungmenna.

MR og VÍ etja kappi í ýmsum greinum þessa dagana eins og venja er. Meðal annars verður ræðukeppni haldin í húsnæði VÍ á morgun, föstudag.

„Í gærkvöldi var haldinn fótboltaleikur á Leiknisvelli.  Þar var mikil drykkja og ólæti.  Skólarnir sendu starfsfólk á leikinn.  Þau lögðu hald á mikið magn áfengis.  Við viljum ekki að þetta endurtaki sig,“ segir í pósti rektors til foreldra og forráðamanna. Kemur fram að skólastjóri VÍ muni senda sams konar póst til aðstandendur sinna nemenda.

„Við höfum áhyggjur af aukinni drykkju ungmenna,“ segir í póstinum. „‚Bjórkvöld‘ eða aðrar slíkar samkomur eru skipulagðar af nemendahópum og oft á tíðum er staðsetning þeirra ekki auglýst fyrr en rétt áður en þau eru haldin.  Við tilkynnum slíkar skemmtanir, þar sem áfengi er haft um hönd, undantekningarlaust til lögreglu.“

Minnt er á að nemendurnir séu börn til 18 ára aldurs og ekkert þeirra megi kaupa áfengi fyrir tvítugt. Foreldrar geti haft afgerandi og mikilvægt hlutverk í forvörnum. „Sýnum gott fordæmi og samstöðu,“ skrifar rektor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“
Fréttir
Í gær

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans
Fréttir
Í gær

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka