fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. október 2025 15:30

Algengt er að öllu sé skipt út strax. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á því að fólk sem kaupir nýjar íbúðir skipti strax um innréttingar, gólfefni og fleira. Er hinu „gamla“ þá einfaldlega fargað sem sé mikill skaði fyrir umhverfið.

„Fólk er duglegt að taka fasteignir í nefið um leið og það kaupir. Mér finnst svo áhugavert hvað þetta er rosalega algengt. Skil þetta auðvitað ef allt er orðið lúið og húsnæðið þarfnast viðhalds, þá er það að sjálfsögðu nauðsynlegt. Það sem mér finnst skrítnara er fólk á samfélagsmiðlum sem sýnir frá því þegar það breytir um gólf/innréttingar í glænýjum íbúðum. Mér finnst það svo mikil… firring?“ segir Íslendingur á samfélagsmiðlinum Reddit. „Svo finnst mér líka svo mikið um það að fólk byrji strax á því að skipta öllu út þó að allt sé í góðu lagi, bara upp á lúkkið.“

Segist hann hafa átt tvær íbúðir og í báðum tilvikum hafi hann ákveðið að búa einhvern tíma í þeim til að finna hvað hann vildi gera og hvernig.

Fljótfærni þjóðarsálarinnar

Taka fleiri undir þetta í athugasemdum og segjast hafa tekið eftir aukningu á þessu.

„þetta er að mínu mati einhver sýniþörf í bland við það að þurfa að gera nákvæmlega eins og Jón og Gunna. Nefni aftur þessa fljótfærni sem virðist einkenna íslensku þjóðarsálina,“ segir einn. „Það fyndna er samt að svo enda allar íbúðir einhvern veginn alveg eins.“

Umhverfisslys

Einn fyrrverandi starfsmaður Sorpu blandar sér í umræðuna og segir það hafa verið pínlegt að horfa upp á þetta. Þetta sé mikill skaði fyrir umhverfið.

„Ónýt og „ónýt“ húsgögn og innréttingar, parket, físar, pípulagnir, múrbrot og annar framkvæmdaurgangur, er fáránlega hátt hlutfall af því rusli sem fer þar inn, ef ekki meirihlutinn,“ segir hann. „Það þarf ekki marga fermetra af parketi til að þeir verði jafn umfangsmiklir og árleg pappírsnotkun meðalmanneskju í dag.“

Er stíll nútímans til?

Þá veltir einn fyrir sér hvort að „stíll“ nútímans muni þekkjast. Það er fyrst að innréttingar fái ekki að vera lengi til í húsum.

„Ég hugsa stundum um stíl fyrri áratuga sem maður kannast við. Á 7. og 8. áratugunum var t.d mikið um viðarpanel og Drápuhlíðargrjót og maður sér alveg enn svoleiðis í dag. En stíll frá nútímanum? Mun hann þekkjast, eða sjást eftir nokkra áratugi? Fólk skiptir út heilu eldhúsunum og baðherbergjunum á 5 ára fresti,“ segir hann.

Praktískara að skipta strax

Aðrir bera hins vegar blak af þessari hegðun og nefna að þetta snúist um praktík. Best sé að gera þetta áður en flutt sé inn.

„Hafandi síðastliðin ár staðið í að gera upp heimilið í pörtum, þá skil ég þetta út frá sjónarmiði að gera þetta allt áður en þú flytur inn, því það er endalaust helvítis vesen að standa í þessu þegar maður þarf að flytja allt á milli herbergja til að hafa pláss til að athafna sig, berandi ryk og sag út um allt og þurfa að búa í þessu drasli á meðan,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“
Fréttir
Í gær

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans
Fréttir
Í gær

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka