Verslunin Hagkaup varar við svikapóstum sem eru í umferð í nafni fyrirtækisins.
Í póstunum er einstaklingum boðið að svara stuttri könnum og fá í staðinn senda heim gjöf, safn af einstökum ilmum. Á mynd sem fylgir með má sjá nafn Hagkaupa og óvenju handstóra konu halda á kassanum sem fæst að launum fyrir að svara könnuninni, en um er að ræða mörg vinsæl ilmvötn.
„Svikapóstar í umferð!
Við höfum fengið fregnir af því að svikapóstar séu í dreifingu í okkar nafni. Við viljum ítreka að við myndum aldrei biðja um greiðslu eða kortaupplýsingar í tengslum við gjafaleiki eða aðrar kynningar.
Við hvetjum alla til að fara varlega, svara ekki slíkum póstum og smella ekki á tengla í þeim. Ef þú ert í vafa, vinsamlegast hafðu beint samband við okkur.“