fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Hve nánir voru Trump og Epstein?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. júlí 2025 19:30

Ljósmynd af Epstein og Trump saman á heimili þess síðarnefnda í Flórída árið 1997

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppnám hefur verið í helsta stuðningsmannaliði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, MAGA-hreyfingunni, vegna Epstein-málsins. Stjórnvöld hafa ekki viljað birta gögn í máli Epstein, látins milljarðamærings og kynferðisbrotamanns, sem opinberlega er sagður hafa svipt sig lífi í fangelsi en mikil tortryggni er í garð yfirvalda vegna máls hans og margir telja hann hafa verið myrtan vegna vitneskjunni sem hann bjó yfir um áhrifamikið fólk.

Donald Trump hefur gert lítið úr samsbandi sínu við Jeffrey Epstein en mikla athygli vakti frétt í Wall Street Journal í vikunni þess efnis að Trump hefði ritað klúra afmæliskveðju til Epstein á fimmtugsafmæli þess síðarnefnda, teiknað nektarmynd af konu með kveðjunni og tengt nafn sitt inn í skapahár konunnar. Trump harðneitar því að hafa útbúið þessa kveðju og hefur ákveðið að stefna WTJ fyrir meiðyrði vegna fréttarinnar.

Í grein á vef CNN er farið yfir nokkur álitaefni varðandi tengsl Trump og Epstein. Þar segir að það sé ekki trúverðugt af Trump að neita því að hann hafi nokkurn tíma teiknað mynd á ævinni þegar í ljós hefur komið að hann hefur meðal annars teiknað myndir af skýjakljúfum. Varðandi tengsl mannanna tveggja kemst greinarhöfndur að þeirri niðurstöðu og Trump hafi þar sagt sannleikann í mikilvægum atriðum. Hann segir t.d. að þeim hafi sinnast árir 2004. Þeim sinnaðist vegna þess að þeir voru að bítast um sömu fasteignina í Palm Beach.

Þegar Trump var spurður út í tengsl sín við Epstein er hann var á fyrra kjörtímabili sínu sagðist hann ekki hafa heyrt í honum í 15 ár, hann hafi ekki verið aðdáandi hans og leiðir hafi skilið. CNN segir að þetta stemmi við fyrri yfirlýsingar Trumps.

Hins vegar segir CNN einnig að kynni þeirra ná allt aftur til níunda áratugarins. Í viðtali við tímarit í New York árið 2002 sagði Trump að Epstein væri frábær náungi og það væri kom gaman að vera með honum. „Það er meira segja sagt að hann kunni jafnmikið að meta fallegar konur og ég og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það leikur enginn vafi á því að Jeffrey nýtur samkvæmislífsins.“

Trump gæti verið í skjölunum án þess að hafa gert neitt af sér

CNN telur töluverðar líkur á því að nafn Trumps komi fyrir í dómskjölunum um Jeffrey Epstein þar sem samgangur milli mannanna hafi verið það mikill. Hins vegar þýði það ekki sjálfkrafa að Trump hafi gert eitthvað rangt í tengslum við Epstein. Það veki hins vegar tortryggni að Trump sé tregur til að láta birta skjölin.

Á það er bent að auðkýfingurinn Elon Musk hafi staðhæft að Trump væri í skjölunum í færslu á X. Hann hafi hins vegar ekki fært fram nein gögn máli sínu til stuðnings og hafi eytt umræddri færslu.

CNN segir það vera á huldu hvort og hvað Trump hafi vitað um vændisútgerð Epstein og kynferðisbrot hans gegn stúlkum undir lögaldri. Telur CNN ekkert hafa komið fram sem sanni að Trump hafi vitað um þessa glæpi.

Undarleg ummæli um Maxwell

Í úttekt sinni hnýtur CNN um furðuleg ummæli Trumps um Ghislane Maxwell, samverkakonu Epstein, sem nú situr í fangelsi vegna hlutdeildar í brotum hans. Þetta var árið 2020 og Trump hafði á þessum tíma fjarlægt sig mjög frá Epstein. En eftir að Maxwell hafði verið handtekin sagði Trump við blaðamenn: „En ég óska henni alls hins besta, sama hvað þetta er.“

Fyrir þessi ummæli var Trump gagnrýndur harðlega, að óska manneskju sakaðri um barnaníð alls hins besta. Hann stóð hins vegar við ummælin í viðtali nokkrum vikum síðar þar sem hann sagði: „Já, ég óska henni alls góðs. Ég myndi líka óska þér góðs. Ég óska mörgu fólki velfarnaðar. Gangi þeim vel. Látum þá sanna að einhver sé sekur.“

Bætti Trump við að hann óskaði engum ills.

CNN segir að þetta sé með því undarlegasta sem þessi sérstæði forseti hefur látið út úr sér.

Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Í gær

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter