fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. maí 2025 18:30

Chauvin fékk langþyngsta dóminn fyrir morðið á George Floyd. Myndir/Samsett/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hávær orðrómur hefur verið um að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði Derek Chauvin, lögreglumanninn sem drap George Floyd. Fylkisstjórinn segist gera ráðstafanir verði Chauvin náðaður.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Chauvin var dæmdur í samanlagt 43,5 árs fangelsi fyrir að verða Floyd að bana þann 25. maí árið 2020 með því að þrengja að öndunarvegi hans með hnénu þar sem Floyd lá í götunni. Um helmingur dómsins var fyrir brot á alríkislögum. Þrír aðrir lögreglumenn fengu dóma vegna málsins en mun styttri.

Málið hratt af stað bylgju mótmæla undir fána hreyfingarinnar Black Lives Matter og olli mikilli umræðu um lögregluofbeldi gagnvart svörtu fólki, bæði í Bandaríkjunum og víðar.

Fékk Tate lausan

Hávær orðrómur hefur verið uppi um að Trump náði Chauvin en hann hefur leynt og ljóst barist gegn Black Lives Matter hreyfingunni. Það að Trump hafi barist fyrir því að fá öfgamanninn Andrew Tate lausan úr fangelsi í Rúmeníu hefur styrkt þennan orðróm, en Tate er grunaður um nauðgun og mansal þar í landi og víðar.

Gengið hefur verið á Trump varðandi þetta efni en hann hefur neitað því að ætla að náða Chauvin. Meðal annars í mars síðastliðnum þegar hann sagði: „Nei, ég hef ekki heyrt um það.“ Engu að síður heldur orðrómurinn áfram að vera hávær, enda hefur fólk lært að taka öllu sem Trump segir með miklum fyrirvara.

Myndi valda ólgu

Verði Chauvin náðaður má búast við mikilli ólgu í samfélaginu. Ekki síst í Minnesota fylki þar sem morðið var framið. Þar er Tim Walz, fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi, fylkisstjóri og hann var spurður út í þetta.

Sjá einnig:

Derek Chauvin er í einangrun 23 klukkustundir á sólarhring

„Við höfum ekki fengið neinar vísbendingar um hvort hann hyggist gera þetta eða ekki en það er vel við hæfi að við séum undirbúin undir þennan möguleika,“ sagði Walz í viðtali við Tribune. „Þetta er eitthvað sem þessi forseti myndi gera.“

Þurfi áfram að afplána fylkisdóminn

Tekur Walz það fram að ef Trump náðar Chauvin þýðir það ekki að hann gangi samstundis laus. Trump geti einungis náðað þann hluta dómsins sem telst til alríkisins. Það er 21 ár af fangelsisdómnum. Chauvin muni áfram þurfa að afplána fylkishlutann, sem er 22,5 ár.

Toddrick Barnette, almannaöryggisstjóri Minneapolis borgar, sagði að viðbragð væri til staðar ef Chauvin yrði náðaður. Þar sem búast mætti við töluverðri ólgu.

„Höfum það á hreinu að við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um náðun eða fyrirhugaðar truflanir hérna í Minneapolis,“ sagði Barnette við Tribune. „Frá árinu 2020 höfum við gjörbylt okkar neyðarviðbragði og erum undirbúin undir hvað sem er.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp