fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. maí 2025 16:30

Jón Ingi rifjar upp að Bergþór hafi setið að sumbli þegar hann átti að vera í vinnunni þetta umrædda þriðjudagskvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, bendir á hræsni Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins. Bergþór skaut á ráðherra fyrir að vera ekki viðstaddur þingfund á laugardag en Jón Ingi bendir á að Bergþór hafi setið að sumbli þegar hann átti að vera á fundi um fjárlög.

Í gær var greint frá því að Bergþór Ólason hafi sagt það koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra og starfandi atvinnuvegaráðherra, hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju á meðan stjórnarandstaðan hafi boðað hann á þingfund á laugardag. Verið var að ræða frumvarp ráðherra um leiðréttingu á veiðigjöldum.

„Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar,“ sagði Bergþór.

Sjá einnig:

Sátu að sumbli þegar þeir áttu að vera vinnunni í Alþingishúsinu

Jón Ingi bendir á hræsnina sem í þessu felst í færslu á samfélagsmiðlum. Það er að Bergþór hafi nú ekki alltaf verið í þingsal þegar verið sé að ræða mikilvæg mál.

„Segir maðurinn sem var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög. Hér er verið að kasta snafsaglösum úr glerhúsi verð ég að segja,“ segir Jón Ingi í færslunni.

Sat að sumbli á Klaustri

Vísar hann til Klaustursmálsins svokallaða þegar sex þingmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sátu að sumbli á meðan þingfundur stóð yfir þriðjudagskvöldið 20. nóvember eins og frægt er orðið.

Á meðal þess sem haft var eftir Bergþóri á Klausturbar var:

„Þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins sem þið ráðið ekki við.“ – Um Ingu Sæland.

„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða. „Who the fuck is that bitch?“ – Um Lilju Alfreðsdóttur.

„Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“  – Um Írisi Róbertsdóttur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“