fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. maí 2025 08:00

Frá handtökunni. Mynd:SBU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska leyniþjónustan SBU segir handtaka grunaðs njósnara fyrir helgi marki ákveðin tímamót því í „fyrsta sinn í sögu Úkraínu, hafi komist upp um njósnara á vegum Ungverjalands sem er aðildarríki NATÓ og ESB.

Segir SBU að einn njósnari hafi verið handtekinn og vitað sé um samverkamann hans. Hlutverk þeirra var að stunda njósnir í Úkraínu og reyna að finna veikleika í vörnum landsins við ungversku landamærin.

SBU birti upptöku af handtöku annars njósnarans sem er sagður tengjast ungverska hernum. Í upptökunni sést maður í dökkblárri hettupeysu þegar hann er leiddur á brott af tveimur úkraínskum hermönnum. Síðar í upptökunni ræðir hann um ásakanirnar á hendur honum.

„Í fyrsta sinn í sögu Úkraínu hefur leyniþjónustan komið upp um net njósnara frá leyniþjónustu ungverska hersins, sem stunduðu njósnir til að brjóta Úkraínu niður,“ segir í tilkynningu frá SBU.

SBU segir að hlutverk ungversku njósnaranna hafi verið að afla upplýsingar um úkraínska herinn í héraðinu Transkarpatien en þar búa 80.000 til 150.000 manns sem tilheyra ungverska minnihlutanum í héraðinu.

SBU segir að njósnararnir hafi leitað að veikleikum í land- og loftvörnum og hafi aflað upplýsinga um pólitískar skoðanir íbúa héraðsins.

Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, var ósáttur við þessar ásakanir SBU og á fréttamannafundi í Búdapest á föstudaginn sagði hann þetta vera „áróður“ gegn Ungverjalandi og að þetta eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“